fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Myrti dætur sínar og hringdi síðan í föður þeirra til að segja honum hvað hún hafði gert

Pressan
Miðvikudaginn 29. mars 2023 22:00

Veronica Youngblood

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Veronica Youngblood, 37 ára, fundin sek um að hafa myrt dætur sínar í byrjun ágúst 2018. Hún hafði neitað sök og bar við geðveiki.

The Washington Post skýrir frá þessu. Youngblood gaf dætrum sínum, Sharon Castro 15 ára og Brooklyn Youngblood 5 ára, svefntöflur og skaut þær síðan.

Kelsey Gill, saksóknari, sagði í lokaræðu sinni að málið snúist um svo miklu meira en að glíma við andleg veikindi. Hún sagði að Youngblood hafi myrt dæturnar til að hefna sín á fyrrum eiginmanni sínum sem hafði í hyggju að flytja frá Virginíu með Brooklyn.

Youngblood keypti skammbyssu níu dögum áður en hún myrti dæturnar og gaf þeim svefntöflur áður en hún skaut Brooklyn einu skoti í höfuðið og Sharon tveimur.

Sharon tókst að hringja í neyðarnúmer áður en hún lést og tala við lögreglumenn. „Hún sagði að móðir hennar hefði komið inn í herbergið og sagt: „Ég ætla að fara með þig að hitta guð.“ Síðan hafi hún skotið hana,“ sagði lögreglumaður fyrir dómi.

Youngblood var handtekin eftir að hún hringdi í fyrrum eiginmann sinn og skildi eftir skilaboð á talhólfi hans þar sem hún úthúðaði honum og játaði morðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós