fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Þrennt sakfellt í Bretlandi – Fluttu nígerískan mann til Bretland og ætluðu að stela úr honum nýra fyrir dóttur sína

Pressan
Laugardaginn 25. mars 2023 17:15

Beatrice og Ike Ekweremadu og læknir þeirra, Obina Obeta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn vellauðugi nígeríski stjórnmálamaður Ike Ekweremadu, eiginkona hans Beatrice og læknir þeirra, Obina Obeta hafa verið sakfelld í Bretlandi fyrir mansal. Málið hefur vakið nokkra athygli ytra enda var líffæraþjófnaður lokatakmark þremenninganna.

Fundu líffæragjafa á markaði í Lagos

Dóttir Ekweremadu-hjónanna, Sonia, stundaði nám við háskóla í Newcastle eins og fleiri börn þeirra. Í desember 2019 veiktist Sonia alvarlega og í ljós kom að hún þyrfti á nýrnaigræðslu að halda. Biðlistar eftir slíku úrræði eru gríðarlega langir og óvíst var hvort Sonia myndi hafa biðina af.

Foreldrar hennar gripu þá til sinna ráða og leituðu logandi ljósi að heppilegum líffæragjafa í heimalandi. Að lokum fannst ungur fátækur maður sem seldi símafylgihluti upp úr hjólabörum á markaði í Lagos, höfuðborg Nígeríu, og hann reyndist uppfylla öll skilyrði eftir rannsóknir. Fékk hann loforð um háa greiðslu á hans mælikvarða, rúmlega 300 þúsund krónur, og loforð um bjarta framtíð á Bretlandseyjum þar sem hann gæti stutt við fjölskyldu sína í Nígeríu.

Því var komið í kring að maðurinn var sendur til London og var hann sagður vera frændi Ekweremadu-hjónanna sem ætlaði að færa frænku sinni lífsbjörg, með nýju nýra. Þá nutu hjónin aðstoðar læknisins Obina Obeta sem starfaði í London.

Að endingu gekk áætlunin ekki upp því ráðgjafar við tvö sjúkrahús í Bretlandi komust að því að líffæragjafinn hafði ekki verið upplýstur um áhættur aðgerðarinnar og að auki hefði hann ekki fjárhagslega burði til þess að standa undir þeim kostnaði við umönnunun sem hann þyrfti út ævina eftir aðgerðina.

Dóttirin sýknuð

Líffæragjafinn áttaði sig svo á því að maðkur væri í mysunni og flúði úr aðstæðunum. Eftir að hafa hafist við á götunni í þrjá daga gekk hann loks inn á lögreglustöð þar sem hann brotnaði niður og sagði lögreglumönnum allt að létta. Sagði hann hópinn á bak við áætlunina hafa komið fram við sig eins og þræl og blekkt sig til þess að fljúga til Bretlands.

Að lokum voru öll fjögur ákærð, Ekwermadu-hjónin, Sonia dóttir þeirra og læknirinn Obeta. Fyrir dómi var meðal annars sýnt fram á það að hjónin hafi ekki viljað leita að nýrnagjafa innan fjölskyldunnar heldur frekar viljað að einhver ókunnugur þeim myndi sitja uppi með áhættuna af aðgerðinni.

Ekweremadu-hjónin og læknirinn voru að endingu sakfelld fyrir aðild sína að málinu en dóttirin Sonia var sýknuð. Hin sakfelldu eiga yfir höfði sér allt að 10 ára dóm vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings