fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

COVID hefur ekki eins mikil áhrif á andlega líðan og áður var talið

Pressan
Laugardaginn 25. mars 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

COVID-19 hafði hugsanlega ekki eins mikil áhrif á andlega heilsu fólks eins og niðurstöður fyrri rannsókna hafa bent til. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar.

The Guardian segir að samkvæmt niðurstöðum nýju rannsóknarinnar, sem byggðist á yfirferð yfir 137 fyrri rannsóknir, sýni að heimsfaraldurinn hafi haft „minniháttar“ áhrif á andlega líðan fólks. Nýja rannsóknin hefur verið birt í the British Medical Journal.

Brett Thombs, prófessor við McGill háskólann og einn höfunda rannsóknarinnar, sagði að sumar þeirra hugmynda sem hafa verið uppi um áhrif faraldursins á andlega líðan séu byggðar á „lélegum rannsóknum og frásögnum“. Þetta hafi orðið að einhverskonar spádómum en þess í stað sé þörf á „traustum vísindum“.

Hann sagði að frásagnir af slæmri andlegri heilsu fólks í faraldrinum hafi að mestu verið byggðar á einstökum rannsóknum sem hafi veitt mynd af ákveðnum aðstæðum, á ákveðnum stað, á ákveðnum tíma. Sjaldnast hafi verið gerður langtíma samanburður í þeim um hvernig staðan var fyrir faraldur og eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings