fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Athyglisverð þróun í listasögunni – Typpi á málverkum hafa lengst með tímanum

Pressan
Laugardaginn 25. mars 2023 16:30

Þetta málverk eftir Michelangelo er dæmi um mann með stutt typpi. Mynd:Sailko/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir naktir karlmenn á gömlum málverkum og höggmyndum eiga það sameiginlegt að typpi þeirra eru ansi stutt.

En hefur typpalengdin í listheiminum breyst eitthvað á síðustu öldum? Þessar spurningu svöruðu vísindamenn við Istanbul Technical háskólann í Tyrklandi í nýlegri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu BJU International.

 Í rannsókninni kemur fram að á síðustu 700 árum hafi typpin á málverkum lengst jafnt og þétt og að sérstaklega mikillar stækkunar hafi orðið vart eftir árþúsundaskiptin.

Forskning.no skýrir frá þessu og segir að vísindamennirnir hafi rannsakað 232 málverk af nöktum karlmönnum. Voru málverkin máluð á 700 ára tímabili. Þau elstu eru frá því 1400.

Sum af málverkunum voru síðan ekki tekin með í niðurstöðum rannsóknarinnar því ljóst var að fyrirsæturnar á þeim voru með standpínu þegar þeir sátu fyrir.

Á þeim myndum, sem eftir voru, mældu vísindamennirnir stærð eyrna, nefs og typpis og notuðu stærðarhlutföllin til að leggja mat á typpastærðina.

Vísindamennirnir segja í rannsókninni að málverkin sýni að typpin hafi lengst á síðustu sjö öldum og þá sérstaklega á þessari öld.

Þeir telja þó að ekki sé um það að ræða að typpi hafi lengst í hinu lifanda lífi, heldur sé frekar um að ræða að hugmyndir fólks um mannslíkamann, þar á meðal um typpastærð, hafi breyst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings