fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Mögnuð uppgötvun í minnisblöðum Leonardo da Vinci

Pressan
Laugardaginn 18. mars 2023 13:30

Leonardo da Vinci málaði Monu Lisu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leonardo da Vinci, ítalski málarinn, myndhöggvarinn, arkitektinn, vísindamaðurinn og uppfinningamaðurinn var þekktur fyrir að geta hugsað stórt og mikið. Nú verður hugsanlega hægt að bæta enn einu afrekinu við á ferilskrá hans.

Við yfirferð vísindamanna á dagbókum da Vinci, sem var uppi frá 1452 til 1519, hafa þeir fundið enn eina snilldina frá honum. Þetta eru uppdrættir af módeli fyrir þyngdaraflið.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Caltech University.

Isaac Newton lýsti þyngdaraflinu á átjándu öld en nú er komið í ljós að rúmum hundrað árum áður hafði da Vinci hugsað á svipaðan hátt.

Mory Gharib, prófessor í loftferðafræði, fann áhugaverða uppdrætti í einni minnisbóka da Vinci. Þetta eru uppdrættir af þríhyrndum formum sem voru mynduð með krukku sem sandur lak úr.

Gharib og samstarfsfólk hans þýddu lýsingar da Vinci, sem voru á ítölsku og skrifaðar speglaðar en það var tækni sem da Vinci notaði því hann var örvhentur og átti á hættu að þurrka blekið úr blekpennanum með hönd sinni.

Í textanum lýsir da Vinci tilraun þar sem krukka hreyfist yfir línu samsíða jörðinni á meðan sandur lekur úr henni. Da Vinci vissi að sandurinn myndi ekki leka á sama hraða heldur myndi hraðinn aukast og að vegna þyngdaraflsins myndi sandurinn leka niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings