fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Rændi banka – Vildi bara fá 1 dollara

Pressan
Miðvikudaginn 15. mars 2023 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nú óvenjulegt að bankaræningjar séu nægjusamir. Yfirleitt vilja þeir fá eins mikið af peningum með sér og þeir geta. En þannig var það ekki þegar Donald Santacroce rændi banka í Utah í Bandaríkjunum nýlega.

„Fyrirgefið mér en þetta er rán,“ sagði hann þegar hann kom inn í bankann. „Vinsamlegast afhendið mér 1 dollara, hver. Takk fyrir,“ sagði hann síðan.

Starfsfólkið gerði það og bað hann síðan um að hafa sig á brott. En það vildi þessi „hættulegi“ bankaræningi ekki. Hann sagði að starfsfólkið ætti að hringja í lögregluna og fékk sér síðan sæti á bekk og beið. NBC News skýrir frá þessu.

Hann sat á bekknum í nokkra stund áður en lögreglan kom og handtók hann. Áður hafði hann kvartað yfir því hvað það tók lögregluna langan tíma að koma á vettvang. Hann sagði starfsfólkinu að það gæti glaðst yfir að hann væri ekki með byssu.

Santarcroce afhenti lögreglunni dollarana möglunarlaust og var síðan fluttur á brott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings