fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Hafa bannað dragsýningar með lögum og vilja leyfa opinberum starfsmönnum að neita að gefa hinsegin pör saman – „Þetta snýst um að dreifa hatri“

Pressan
Mánudaginn 13. mars 2023 17:20

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tennessee ríki í bandaríkjunum hefur leitt í lög frumvarp sem bannar dragsýningar í almannarými eða á nokkrum stað þar sem börn undir lögaldri gætu verið stödd.

Þar með er Tennessee orðið fyrsta ameríska ríkið til að setja takmarkanir á opinberar dragsýningar. Talið er að fjöldi ríkja muni fylgja á eftir.

Lögin gera drag ekki ólöglegt en talið er að lögin eigi eftir að hafa alvarlegar afleiðingar og upplifa þeir sem leggja stund á drag sem og trans samfélagið sig ekki örugg.

Ein trans kona, Nikki Orlowski, sagði í samtali við WTOL sjónvarpsstöðina að henni þyki vegið að öruggi sínu. Hún er ekki að stunda sýningar þar sem hún kynnir sig sem „kyn sem er ólíkt því sem var úthlutað við fæðingu,“ líkt og lögin banna. En hún telur að lögreglumenn sem eru á móti trans fólki gætu kosið að sjá ekki muninn.

„Þetta er líf okkar og sjálfsvitund. Þetta er mín sjálfsvitund. Þetta er ekki búningur, ég get ekki klætt þetta af mér.“

Samkvæmt bandarísku borgararréttindasamtökunum (ACLU) hafa rúmlega 388 frumvörp verið kynnt á þingum ríkja Bandaríkjanna bara á þessu ári. Þar á meðal frumvörp sem banna fólki að nota salerni þess kyns sem það skilgreinir sig sem sem og bönn við kynleiðréttandi læknismeðferð.

Tennessee hefur einnig nýlega ger tþað ólöglegt fyrir trans börn að fá læknismeðferð í kynleiðréttingarskyni.

Þó nokkrir frægir einstaklingar hafa látið í sér heyra eftir að drag-bannið í Tennessee var samþykkt.

Leikkonan Melissa McCarthy bendir á að drag hafi aldrei skaðað neinn og hafi sögulega verið notað til að skemmta fólki í bæði sjónvarpsþáttum og kvikmyndum án þess að það hafi verið gagnrýnt.

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Melissa McCarthy (@melissamccarthy)

Ein frægasta dragdrottning heims, RuPaul sjálfur, hefur bent á að lögin séu týpísk tilraun til að afvegaleiða umræðuna.

„Þetta afvegaleiðir okkur frá raunverulegu vandamálunum sem kjörnir fulltrúar voru kosnir til að taka á; störf, heilbrigðisþjónusta, öryggi barna okkar í þeirra eigin skólum,“ sagði RuPaul.

„Þau leita sér að auðveldum skotmörkum svo þeir geti látist vera skilvirkir. Þau halda að ást okkar, ljós okkar, hlátur okkar og gleði séu merki um veikleika, en þau hafa rangt fyrir sér því þetta er styrkurinn okkar. Dragdrottningar eru hermenn hinseginn hreyfingarinnar.“

Önnur dragdrottning, Aura Mayari, sem er meðal keppenda í vinsælu þáttunum RuPaul’s Drag Race, segir að þessi lög hafi ekkert með það að gera að vernda börnin. Þetta snúist um að ráðast gegn hinsegin listamönnum og gera það erfiðara fyrir trans fólk að lifa eðlilegu lífi.

„Þetta snýst um að dreifa hatri.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by RuPaul (@rupaulofficial)

Nokkrir af þeim þingmönnum sem hafa staðið að baki frumvarpinu sem varð að drag banninu hafa lýst því yfir að drag sýningar séu til þess fallnar að misbjóða börnum enda séu þær klámfengnar og með þeim sé verið að kyngera börn og grúma þau [e. grooming].

Talið er að þetta sé nýjasta útspilið í svokölluðu menningarstríði gegn hinsegin og kynsegin samfélaginu. Þar virðist sú hugmyndafræði einhvern veginn hafa náð útbreiðslu að hinseginleiki eða kynseginleiki séu ekki meðfæddir eiginleikar heldur eitthvað sem börn taka upp utanaðkomandi áhrifum. Dragdrottningin Bella DuBalle sagði við ABS fréttastofuna:

„Spurningin mín til ríkisstjórans er þessi – Getur þú komið með einhverjar sannanir fyrir því að börn verði fyrir skaða eða misnotkun á drag sýningum? Hann getur ekki framvísað neinu um slíkt þar sem þetta hefur aldrei gerst. Ég held að þetta sé tilraun til að stjórna heimsmynda barnanna þeirra. Samkynhneigð er ekki eins og að vera bitinn af vampíru. Þau veist að þú gerir barn ekki hinseginn. Þú getur það ekki. Enginn er að reyna að gera börn kynsegin. Við erum að reyna að halda hinsegin börnum á lífi.“

Annað frumvarp sem lagt hefur verið fram í Texas hefur einnig valdið fjaðrafoki en þar er lagt til að leitt verði í lög að hver sem er geti lögsótt manneskju sem hýsir eða tekur þátt í drag sýningu þar sem barn er meðal áhorfenda. Talið er að þarna sé líka verið að ráðast gegn trans fólki þar sem skilgreining repúblikana á dragi feli það í sér að fólk sé að koma fram sem annað kyn en greinir í fæðingarvottorði þeirra.

Aktívistinn og blaðamaðurinn Erin Reed hefur bent á að frumvarpið gæti jafnvel náð fyrir söngkonuna Kim Petras, sem er trans. Þetta gæti jafnvel meinað trans fólki að taka þátt í karaoke.

Tennessee hefur einnig annað frumvarp í burðaliðunum sem verði það að lögum þá mættu opinberir starfsmenn ríkisins neita að gefa saman samkynja pör og pör sem ekki eru af sama kynþætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings