fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Kennsl borin á lík unglings sem fannst árið 1974 – Talinn fórnarlamb alræmds fjöldamorðingja

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 3. desember 2023 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega voru borin kennsl á lík unglings sem fannst í Suður-Kaliforníu árið 1974. Með því að nota erfðafræðirannsóknir gátu yfirvöld borið kennsl á Michael Ray Schlicht, frá Cedar Rapids, Iowa, næstum 50 árum eftir að líkamsleifar hans fundust, þann 14. september árið 1974. 

Og nú telur lögreglan að Schlicht hafi hugsanlega verið fórnarlamb hins alræmda raðmorðingja Randy Kraft.

Þegar lík Schlichts fannst var dánarorsök hans skráð sem áfengis- og díazepam-eitrun fyrir slysni, að sögn sýslumannsembættisins í Orange sýslu. Árið 1980 tóku rannsakendur fram að mörg dauðsföll árið 1978 þar sem dánarorsök varð vegna sambærilegrar eitrunar hafi verið morð, en þau fórnarlömb fundust innan kílómetra radíus frá þeim stað sem lík Schlicht fannst, en á sínum tíma var líkið skráð sem John Doe, það er af ókunnum einstaklingi.

Michael Ray Schlicht var 17 ára þegar hann hvarf.

Talinn hafa drepið allt að 60 einstaklinga

Kraft var handtekinn árið 1983 við umferðareftirlit, en lögreglumönnum fannst bíll hans rása fullmikið í akstri. Þegar lögreglumenn hugðust ræða við farþegann í framsætinu komumst þeir að því að hann var látinn og bjórflöskur og lorazepam töflur á víð og dreif við fætur líksins. Einn alræmdasti fjöldamorðingi í sögu Bandaríkjanna var þannig handtekinn við hefðbundið umferðareftirlit.

Kraft var dæmdur árið 1989 fyrir 16 morð í Suður-Kaliforníu, en yfirvöld telja hann bera ábyrgð á mun fleiri morðum, og telja að hann hefði getað drepið hátt í 60 menn frá 1972 til 1983. Sumir segja töluna enn hærri og nærri 70.

Randy Kraft í dómssal árið 1988.

Kraft hélt minnispunkta um fórnarlömb sín, sem hann ýmist pyntaði, beitti kynferðislegu ofbeldi eða limlesti, sem leiddi til viðurnefnis hans, „Scorecard Killer“. Hann var dæmdur til dauða árið 1989 en er enn á dauðadeild í San Quentin ríkisfangelsinu.

Rannsakendur sendu vefjasýni úr líkamsleifum Schlicht til rannsóknarstofu til að búa til DNA prófíl. Síðan, eftir margra mánaða ættfræðivinnu, gátu rannsakendur borið kennsl á afa og ömmu John Doe, að sögn sýslumanns. Yfirvöld höfðu samband við barnabarn afa og ömmu sem sagði þeim að hún hefði ekki séð bróður sinn, Schlicht síðan í apríl 1974, þegar hann var 17 ára. Rannsakendur fóru síðan til Kansas City til að fá DNA sýni úr móður Schlicht, sem var notað til að bera kennsl á líkamsleifar John Doe, sem reyndist vera Schlicht.

Dauði hans er enn í rannsókn og er málið meðhöndlað sem morðmál að sögn sýslumanns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi