fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Svona geta klósettpappírsrúllur leyst hversdagsvanda þinn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. janúar 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust henda flestir klósettpappírsrúllum í ruslið þegar búið er að nota allan pappírinn af þeim til þeirra verka sem hann er ætlaður til. En það er hægt að nota rúllurnar til ýmissa annarra hluta en bara að hafa klósettpappír á þeim.

Það er til dæmis hægt að nota þær til að ná stjórn á snúruflækjum. Snúrur eiga það til að flækjast ótrúlega saman og skiptir þá engu hversu mikla vinnu þú leggur í að koma í veg fyrir að þær geri það. Ef þú setur hverja snúru í klósettrúllu losnar þú við þetta vandamál. Til að gera þetta enn fagmannlegra getur þú skrifað á hverja rúllu hvaða leiðsla er í henni og þá verður mun auðveldara að glíma við snúrurnar í framtíðinni.

Það er líka hægt að nota þær til að búa til gjafaöskjur. Það þarf bara að pressa rúllurnar þangað til þær verða alveg flatar og síðan brjóta upp á endana. Bættu síðan gjafabandi við og þú ert komin(n) með flotta gjafaöskju.

Það er hægt að nota þær til að láta fræ spíra. Með þessu er hægt að sleppa því að kaupa sérstaka bakka fyrir sáningu.

 

Klósettrúllur eru tilvaldar til að geyma gjafapappír í. Hann á það til að vilja rúllast út en ef þú stingur rúllunni inn í klósettrúllu þá gerist það ekki.

Vantar þig hátalara? Með því að gera aflangan skurð í klósettrúllu og setja farsíma í hann, þá ertu kominn með hátalara sem getur magnað stemmninguna.

 

Svo er auðvitað hægt að búa til pennastatíf úr klósettrúllum og ekki skemmir fyrir að það er hægt að skreyta þau með litum. Það er bara hugmyndaflugið sem setur þér takmörk í þeim efnum. Idenyt skýrði frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Í gær

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum
Pressan
Í gær

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin
Pressan
Í gær

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli