fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Pressan

Hefur hrellt bæjarbúa í meira en ár – „Hann ræðst á mig á hverjum degi“

Pressan
Föstudaginn 27. janúar 2023 19:00

Rachel Gross og kalkúnninn - Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í bænum Coon Rapids í Minnesota ríki í Bandaríkjunum hafa þurft að búa við miklar hremmingar af völdum kalkúns. Um er að ræða villtan kalkún sem hefur hrellt íbúa í hjólhýsagarði bæjarins í meira en heilt ár.

Í umfjöllun People um málið kemur fram að fuglinn sé árásargjarn og að hann hafi fyrst skotið upp kollinum í kringum þakkargjörðarhátíðina árið 2021. Síðan þá hefur hann ráðist á fólk, elt bíla og jafnvel reynt að komast inn á heimili fólks.

Kalkúnninn virðist hafa eitthvað sérstaklega á móti einum íbúanum, Rachel Gross. Rachel fullyrðir að kalkúnninn hafi komið fyrr, eða um sumarið árið 2021, og að hann hafi komið ásamt fullt af öðrum kalkúnum. Hún segir hina kalkúnana hafa farið svo nokkrum vikum seinna en að þessi hafi orðið eftir.

„Hann ræðst á mig á hverjum degi,“ segir hún um kalkúninn. „Hann eltir mig, fer upp stigana hjá mér og reynir að komast inn í húsið mitt. Þegar ég fer í bílnum mínum þá eltir hann bílnum mínum.“

Í myndbandi sem tekið var af kalkúninum sést hvernig kona nokkur reynir að hræða hann í burtu með því að úða vatni á hann, án árangurs. „Hann er óhræddur við vatn og að því virðist líka fólk,“ segir í umfjöllun WCCO á CBS um málið.

Bæjarbúar hafa því tekið upp á því að vera vopnaðir kústum og golfkylfum þegar þeir ganga um bæinn. Jafnvel börn eru með prik í hendi sér þegar þau ganga út á strætisvagnastoppistöðvar.

Rachel segist einnig vera á varðbergi þegar hún fer út af heimili sínu en þá klæðist hún öryggisgleraugum. „Ég er alltaf frekar stressuð og kvíðin,“ segir hún. „Þessi kalkúnn er bókstaflega búinn að taka yfir líf okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hótelnótt Kevin væri fokdýr í dag

Hótelnótt Kevin væri fokdýr í dag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekkst undir lífsnauðsynlega aðgerð: Eitt fór þó fram hjá læknum og afleiðingarnar voru hræðilegar

Gekkst undir lífsnauðsynlega aðgerð: Eitt fór þó fram hjá læknum og afleiðingarnar voru hræðilegar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði morð á föður sínum eftir 17 tíma yfirheyrslu: Síðar kom í ljós að faðirinn var alls ekki dáinn

Játaði morð á föður sínum eftir 17 tíma yfirheyrslu: Síðar kom í ljós að faðirinn var alls ekki dáinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar