fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Elon Musk sagður hafa logið til um fjármögnun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 19:00

Fjárfesting Elon Musk í X, áður Twitter, hefur ekki verið ferð til fjár. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk laug þegar hann sagðist vera búinn að ganga frá fjármögnun til þess að hægt væri að taka Tesla af hlutabréfamarkaði.

Þetta segir lögmaður sem sér um málarekstur margra fjárfesta gegn Musk en réttarhöld í málinu hófust í San Francisco í gær.

Málið á rætur að rekja til færslu Musk á Twitter 2018 þar sem hann sagðist vera að íhuga að afskrá Tesla af hlutabréfamarkaði og greiða 420 dollara fyrir hvern hlut. Hann skrifaði einnig að búið væri að ganga frá fjármögnun. Í annarri færslu sagði hann að stuðningur fjárfesta hefði fengist.

Þetta hafði mikil áhrif á gengi hlutabréfa í Tesla og í kjölfarið höfðuðu margir hluthafar mál á hendur Musk.

„Lygar hans gerðu að verkum að venjulegt fólk eins og Glen Littleton tapaði milljónum dollara,“ sagði Nicholas Porritt, lögmaður, í upphafsávarpi sínu í gær. Hann sér um málareksturinn fyrir hönd Littleton og fleir hluthafa.

Porritt sagði að Musk hefði ákveðið að skrifa verðið 420 dollara í gríni.

Reiknað er með að réttarhöldin taki þrjár vikur. Musk mun bera vitni, hugsanlega á morgun. Hann hefur vísað því á bug að hann hafi verið óheiðarlegur í málinu.

Alex Spiro, einn lögmanna hans, segir að hugsanlega hafi orðavalið í tístunum ekki verið eins og best sé á kosið en hafi þó „ekki einu sinni verið nærri því að vera svindl“.

Hann sagði að það sem Musk var að segja í tístunum hafi verið að honum væri alvara með að einkavæða Tesla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina