NewsAu segir að njósnabúnaðurinn hafi sýnt að Suzie vann ekki tilskilinn tímafjölda á degi hverjum í 44 daga af 49 sem fylgst var með henni. Þetta var í október og nóvember á síðasta ári.
Aðeins tvisvar sinnum var hún mætt til vinnu á tilskildum tíma og fjóra daga vann hún ekki.
„Stundum vinn ég mjög hægt en ég hef aldrei ekki unnið. Ég get vel tekið upp á því að skjótast í búð inn á milli en ekki allan daginn,“ sagði hún við vinnuveitanda sinn þegar rætt var við hana um málið.
Málið endaði inn á borði hjá Vinnuréttinum sem þurfti að taka afstöðu til þess hvort uppsögn hennar væri réttlætanleg.
Suzie sagðist telja að gögn tryggingafélagsins væru ekki rétt og að það hafi verið að leita að ástæðu til að segja henni upp.
Úrskurður Vinnuréttar var tryggingafélaginu í hag og því stendur uppsögnin óhögguð.