fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

MYNDBÖND: Dalia vildi losna við eiginmanninn – Valdi rangan leigumorðingja og var allt ferlið myndað af sjónvarpsstöð

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 27. maí 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt fyrir klukkan 6 að morgni þann 5. ágúst 2009, ók hina nýgifta 26 ára Dalia Dippolito frá húsi sínu í Palm Beach í Flórída, í ræktina. Að var um tveggja kílómetra leið að ræða. 

Á meðan hún var í ræktinni fékk hún símtal frá rannsóknarlögreglumanni sem sagði að hún þyrfti tafarlaust að koma heim. Eiginmaður hennar, hinn 38 ára gamli Michael Dippolito, hefði verið skotinn til bana.

Þau höfðu aðeins verið gift í sex mánuði. 

Daliu brá mjög við tíðindin.

Allt tekið upp

Svo vildi til að starfsmenn sjónvarpsþáttarins COPS, sem er raunveruleikaþáttur þar sem sjónvarpsfólk fær að fylgja lögreglumönnum í útköll, var með í för þegar að lögregla var kölluð til heimilis þeirra hjóna.

 Það var enginn tilviljun, lögregla hafði boðið þeim með. 

Því er til allt myndefni af vettvangi, meðal annars af Daliu hágrátandi fyrir framan heimili sitt eftir að hafa eðlilega rokið heim við tíðindin. Er lögreglumaður að hugga hana.

En í raun er ekki sála á myndbandsupptökunni að segja satt, hvorki Dalia né lögreglumaðurinn. 

Í raun og sann var Michael, eiginmaður Daliu, nefnilega sprelllifandi. 

Hér má sjá myndband af viðbrögðum Daliu við fréttum lögreglu:

 

Féll fyrir töfrum Daliu

Michael Dippolito hafði kynnst Daliu í gegnum ,,viðskiptasamband” þeirra en Dalia hafði víst sjaldnast séð fyrir sér á hefðbundinn hátt. Hún náði sér jú í réttindi til fasteignasölu en var snögg að sjá að með samskiptum við karlmenn gæti hún haft töluvert meira upp upp úr krafsinu. Dalia vissi vel af kynþokka sínum og kunni að nýta að nýta sér hann til fullnustu. Hún var svonefnd ,fylgdardama” þegar að þau kynntust og féll Michael algjörlega fyrir töfrum Daliu. 

Dalia Dippoloto fæddist í New York, elst þriggja systra, og er faðir hennar frá Egyptalandi og móðir hennar frá Perú. Samkvæmt flestum virðist um ofurvenjulega fjölskyldu hafa verið að ræða, faðir hennar var þjónn en móðir henna skrifstofustarfsmaður. Þau skildu þegar að Dalia var 18 ára.

Dalia sem barn.

Það eru margar sögur að finna um hvað Dalia tók sér fyrir hendur að menntaskólaútskrift lokinni en enginn veit með vissu hvað er satt og logið í þeim efnum. En svo mikið er víst að Dalia var ekki á sakaskrá né hafði hún nokkurn tíma verið handtekinn né færð til yfirheyrslu vegna eins né neins. 

Sjálfur með vafasama fortíð

Michael hafði sjálfur flekkaða fortíð, ef svo má segja, en hann hafði setið í fangelsi fyrir fjársvik og fíkniefnamisferli. Hann var nýsloppin út þegar hann hitti Daliu. Hann var þá kvæntur en skildi við frú sína og þann 2. febrúar 2009, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa kynnst, gengu skötuhjúin í hjónaband. Voru þá aðeins liðnir fimm dagar frá lögskilnaði Michael og konu hans, Mariu.

Michael sagði síðar að aðeins hefðu liðið nokkrir dagar inn í hjónabandið þegar hann uppgötvaði að nýja brúðurin var að hreinsa út alla hans reikninga. 

Einnig sagði Michael síðar við réttarhöldin fyrir Daliu að hún hefði sett frostlög í te hans í tilraun til að myrða hann, en hann spýtti drykknum út úr sér. Fannst eitthvað furðulegt bragð vera af drykknum. 

Hjónin virtust afar ástfangin.

Alls hafði Dalia náð um 200 þúsund dollurum af nýja eiginmanninum að nokkrum viknum liðnum en sá fram að koma ekki höndum yfir meira án þess að Michael yrði þess var.

Arfur besta leiðin

Hann var á skilorði og fyrst reyndi Dalia allt sem hún gat til að fá Michael handtekinn, meðal annars með að setja eiturlyf í bíl hans og hringja inn nafnlausa ábendingu til lögreglu. Það bar engan árangur en þar sem Michael var á skilorði samþykkti hann tillögu Daliu um að setja hluta af eignum sinum yfir á hennar nafn, svona til öryggis. 

En Dalia vildi meira og eina leiðin, i hennar huga, var að erfa þær eignir sem enn voru á nafni manns hennar. 

Hér má sjá samtal Daliu við leigumorðingjann

 

Dalia mun hafa undirbúið morðið á manni sínum i margar vikur. Hún hafði samband við gamlan kærasta, Mohammed Shihadeh að nafni, og bað hann um að hjálpa sér að finna leigumorðingja. 

En Shihadeh fór þess í stað til lögreglu sem átti bágt með að trúa sögu hans en ákvað þó að kanna málið nánar. 

Var Shihadeh fenginn til að hitta Daliu þann 30. júli 2009 og segja henni að hann hefði fundið mann i verkið. Sá myndi hitta hana tveimur dögum síðar til að ganga frá málinu. 

Kom af fjöllum

,Leigumorðinginn” var aftur á móti lögreglumaður sem tók upp allan fundinn, í samvinnu við sjónvarpsþáttinn COPS. Aðspurð hvort hún væri viss sagðist Dalia vera ,5000% viss um að vilja láta myrða mann sinn“ og eftir að hafa komist að samkomulagi um greiðslu upp á 7000 dollara var ákveðið að Dalia yrði í ræktinni á meðan að morðið yrði framið. Þar með hefði hún skothelda fjarvistarsönnun.

En lögregla hafði samband við Michael, sem kom af fjöllum, enda höfðu þau hjú verið að ræða barneignir og Dalia logið til að vera ólétt, og sagði honum sólarsöguna. Þar til nú hafði hann neitað að trúa neinu vafasömu upp á konu sína.

Einnig var ákveðið upp að setja upp leikritið sem átti sér stað í framhaldinu. 

Lögreglumaðurinn sýndi Daliu fulla samúð þegar hún kom að ,,glæpavettvanginum“ en bað hana að fylgja sér á lögreglustöðina því hugsanlega gæti hún hjálpað til við að finna hinna seku.

Á upptökum frá lögreglustöð má sjá og heyra Daliu, miður sín vegna missis bónda síns, segja að kannski hafi morðið ekki komið henni svo á óvart. Michael hefði jú verið í fangelsi, stundað eiturlyfjasölu og verið í makki við afar vafasama einstaklinga. 

Dalia við réttarhöldin.

Þögn

En lögreglumaður tók á endanum fram í fyrir henni og sagði Michael á lífi, leigumorðinginn hefði í raun verið lögreglumaður, og allt væri til á upptöku. Hún væri hér með formlega handtekin. Þar næst gekk Michael, sprelllifandi, inn í herbergið. 

Dalia sést þegja í smá tíma áður en hún brast í grát, sem var öllu eðlilegri en sá fyrri, og sagðist alsaklaus. 

Michael sagðist síðar óska einskis heitar en að hafa aldrei hitt Daliu heldur haldið sig við fyrri konu sína, Mariu, og hann væri með áfallastreituröskun á háu stigi. Maria sagði að þrátt fyrir allt væri Michael elskulegur og ljúfur maður. ,,Það var ekkert sem Michael vildi ekki fyrir mig gera. Allt þar til hann hitti Daliu,” sagði Maria í blaðaviðtalið siðar. 

Dalia á lögreglustöðinni.

Allt fyrir raunveruleikasjónvarp

Dalia kvaðst alsaklaus og að ,morðið” hefði verið hugmynd Michaels. Hefðu þau vitað af upptökunum og verið á höttunum eftir að verða stjörnur í raunveruleikaþætti. 

„Það getur vel verið að hann viðurkenni það ekki en þetta var ein af brellum Michaels til að öðlast frægð og komast yfir fé. Og það er Dalia sem situr saklaus í súpunni,“ sagði verjandi hennar. Hann benti ennfremur á að Michael hefði oft komist í kast við lögin en Dalia hefði tandurhreina sakaskrá. 

Michael sagðist aftur á móti orðlaus yfir hversu langt Dalia væri reiðubúin að ganga og sagði söguna einfaldlega fáránlega. 

Svo fór að kviðdómur trúði ekki orði og árið 2011 var Dalia Dippolito dæmd til 20 ára fangelsisvistar fyrir að morðplottið. 

Dalia áfrýjaði og var aftur dæmt í málinu árið 2014. Höfðu þá verjendur skipt út sögunni um raunveruleikaþáttinn og kenndu lögreglu um að hafa leitt Daliu, saklausa, i gildru. Kviðdómur klofnaði í málinu og þurfti því að efna til þriðju réttarhaldanna. 

Michael vill gleyma þessum kafla lífs síns.

Barn kemur undir

Meðan þeirra var beðið gekk Dalia laus gegn tryggingu, bjó hjá móður sinni, og varð ólétt. Hún eignaðist son en nafn hans né faðerni er ekki vitað. 

Það var réttað í þriðja skiptið yfir Daliu árið 2017 og tók það kviðdóm aðeins 90 mínútur að úrskurða hana seka. Hún var dæmd  til 16 ára vistar að baki múranna. 

Dalia og Michael Dippolito við réttarhöldin. Mynd/Alamy

Dalia Dippolito getur farið fram á reynslulausn árið 2032. Sonur hennar verður þá 16 ára gam all.

Michael skildi við Daliu. Hann kvæntist aftur konu að nafni Gloriu og eignaðist með henni börn, stofnaði fasteignafyrirtæki sem mun ganga prýðilega, og segist ekkert vilja frekar en að gleyma þessum kafla lífs síns. 

Dalia heldur enn fram sakleysi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið