fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Getnaðarvarnarpillur fyrir karla í sjónmáli – „Þetta lofar mjög góðu“

Pressan
Laugardaginn 11. mars 2023 13:30

Þessi tegund getnaðarvarnarpillu fær fljótlega aukna. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í framtíðinni verða það kannski karlar sem taka getnaðarvarnarpillu til að koma í veg fyrir getnað. Í dag eru bara til slíkar pillur fyrir konur en nú eru vísindamenn að gera tilraunir með efni sem lokar á möguleika sæðisfrumna til að komast að eggjunum og frjóvga þau.

Tilraunir á músum lofa góðu því þetta virkaði á þær. Fljótlega verður þetta efni, sem heitir TDI-11861, prófað á kanínum og síðan kemur röðin að körlum.

BBC skýrir frá þessu og segir að efnið sé mjög ólíkt þeim getnaðarvarnarpillum sem eru notaðar af konum. Ástæðan er að hormónar eru ekki notaðir í þeim eins og í núverandi pillum.

Efnið virkar aðeins í skamman tíma og sæðisfrumurnar missa getuna til að synda einni klukkustund eftir að lyfið er tekið. Segir BBC að eftir það séu um þrjár klukkustundir til ráðstöfunar til að klára ástarleikinn áður en sæðisfrumurnar fá sundhæfileikann á nýjan leik.

Það sama gildir um þetta efni og getnaðarvarnarpillur kvenna, það veitir ekki vörn gegn kynsjúkdómum.

Anders Rehfeld er læknir á danska ríkissjúkrahúsinu og vinnur við rannsóknir á getnaðarvörnum fyrir karla. Í samtali við Danska ríkisútvarpið sagði hann tilraunin sé mjög spennandi. „Þetta lofar mjög góðu og er mjög spennandi,“ sagði hann.

Hann sagði að það áhugaverða í þessu sé að slökkt sé á ensími i sæðisfrumunni en þetta ensím er nauðsynlegt fyrir hana og er ekki til staðar annars staðar í líkamanum. Það dregur úr líkunum á aukaverkunum og raskar ekki hormónajafnvæginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings