fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Mannfræðineminn sá kassa í kennslustofunni – 20 árum síðar varpaði það ljósi á tvö mál

Pressan
Fimmtudaginn 9. mars 2023 20:00

Theodore Long og Robert Sands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun aldarinnar stundaði Alisa Yelkin nám í mannfræði við Youngstown State háskólann í Ohio í Bandaríkjunum.  Hún veitti því athygli að í kennslustofunni var kassi með mannabeinum.

Ekki var vitað um uppruna beinanna. Hún gerði lögreglunni viðvart um kassann en hún virtist ekki hafa mikinn áhuga á honum.

Á fréttamannafundi í síðustu viku sagði Yelkin að lögreglan hefði lítið sem ekkert aðhafst í málinu í 20 ár. Hún hafi margoft hringt í lögregluna og rætt við ýmsa lögreglumenn um málið en enginn hafi tekið hana alvarlega.

Að lokum komst hún í samband við Dave Sweeney, rannsóknarlögreglumann, sem sýndi málinu áhuga og fór að rannsaka það. Með DNA-rannsóknir, þrívíddartækni til að gera andlit og með ábendingum frá almenningi tókst lögreglunni að bera kennsl á beinin. Þau reyndust vera úr tveimur mönnum sem týndust í Ohio, annar seint á áttunda áratugnum og hinn snemma á þeim níunda. Um 300 km voru á milli staðanna þar sem þeir týndust.

People segir að mennirnir hafi heitið Thodore Long og Robert Sanders. Tilkynnt var um hvarf Sanders, sem var þá 23 ára, í ágúst 1976. Í september 1987 fundu, afi og barnabarn, höfuðkúpu og bein nærri kirkjugarði í Youngstown. Beinin voru flutt til mannfræðideildar háskólans en kennsl voru ekki borin á þau fyrr en Yelkin kom málinu af stað. Ekki er vitað hvað varð Sanders að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Í gær

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum
Pressan
Í gær

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin
Pressan
Í gær

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli