Ekki var vitað um uppruna beinanna. Hún gerði lögreglunni viðvart um kassann en hún virtist ekki hafa mikinn áhuga á honum.
Á fréttamannafundi í síðustu viku sagði Yelkin að lögreglan hefði lítið sem ekkert aðhafst í málinu í 20 ár. Hún hafi margoft hringt í lögregluna og rætt við ýmsa lögreglumenn um málið en enginn hafi tekið hana alvarlega.
Að lokum komst hún í samband við Dave Sweeney, rannsóknarlögreglumann, sem sýndi málinu áhuga og fór að rannsaka það. Með DNA-rannsóknir, þrívíddartækni til að gera andlit og með ábendingum frá almenningi tókst lögreglunni að bera kennsl á beinin. Þau reyndust vera úr tveimur mönnum sem týndust í Ohio, annar seint á áttunda áratugnum og hinn snemma á þeim níunda. Um 300 km voru á milli staðanna þar sem þeir týndust.
People segir að mennirnir hafi heitið Thodore Long og Robert Sanders. Tilkynnt var um hvarf Sanders, sem var þá 23 ára, í ágúst 1976. Í september 1987 fundu, afi og barnabarn, höfuðkúpu og bein nærri kirkjugarði í Youngstown. Beinin voru flutt til mannfræðideildar háskólans en kennsl voru ekki borin á þau fyrr en Yelkin kom málinu af stað. Ekki er vitað hvað varð Sanders að bana.