fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Svín varð slátrara að bana

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. janúar 2023 07:30

Mynd úr safni. Mynd: EPA-EFE/JULIEN WARNAND

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

61 árs slátrari lést nýlega þegar hann var við störf í sláturhúsi í Hong Kong. Svínið, sem hann ætlaði að slátra, velti honum um koll og lenti hann á 40 cm löngum kjöthníf og hlaut mikið sár af. Lést hann síðan af völdum áverka sinna.

CNN segir að slátrarinn hafi ætlað að slátra svíninu og hafi verið búinn að gefa því rafstuð með rafbyssu. Það hafi hins vegar komist aftur til meðvitundar og velt slátraranum um koll.

Samstarfsmaður hans kom að honum meðvitundarlausum með kjöthnífinn í höndinni og sár á vinstri fæti. Hann var fluttur á sjúkrahús en ekki tókst að bjarga lífi hans.

Lögreglan og vinnueftirlitið rannsaka nú málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings