fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Líftryggingafyrirtæki sætir harðri gagnrýni – „Algjörlega viðbjóðslegt“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. janúar 2023 08:00

Umrædd auglýsing.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska líftryggingafyrirtækið DeadHappy hefur orð á sér fyrir að fara óvenjulegar leiðir þegar kemur að því að auglýsa þjónustu sína. En nú virðist það hafa slegið öll met í að gera óviðeigandi auglýsingu og hneyksla almenning.

Það birti nýlega auglýsingu með mynd af fjöldamorðingjanum Harold Shipman, sem starfaði sem heimilislæknir áratugum saman, með textanum: „Líftrygging – Því þú veist kannski ekki hver læknirinn þinn er.“

Þetta þykir mörgum mjög ógeðfellt enda mál Shipman mörgum í fersku minni. Hann var fundinn sekur um morð á 15 manns árið 1998 en talið er að hann hafi drepið allt að 250 manns á árunum 1975 til 1988. Hann hengdi sig í fangaklefa sínum árið 2004.

Sky News segir að auglýsingin hafi fengið mikil viðbrögð og margir hafi hneykslast á henni. Meðal þeirra er Kathryn Knowles, stofnandi tryggingamiðlunarinnar Cura, sem sagði á Twitter að hún myndi kæra þessa „algjörlega viðbjóðslegu“ auglýsingu til fjármálaeftirlitsins og eftirlitsstofnunar með auglýsingum.

Andy Knott, stofnandi DeadHappy sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið viti vel að það ögri stundum með auglýsingum og hneyksli en það sé aldrei ætlun þess að móðga fólk eða koma úr jafnvægi. Markmiðið sé að fá fólk til að stoppa aðeins við og hugsa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings