fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

COVID-19 faraldur í Pyongyang – Borginni lokað

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 07:01

Hótelið trónir yfir Pyongyang í Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll samfélagsstarfsemi hefur verið stöðvuð í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, vegna mikillar aukningar á ónafngreindum öndunarfærasjúkdómi.

Suðurkóreski miðillinn NK News skýrir frá þessu og vitnar í tilkynningu frá norðurkóreskum yfirvöldum um að öll samfélagsstarfsemi skuli stöðvuð í fimm daga í höfuðborginni.

Ekki kemur fram í tilkynningunni að um COVID-19 sé að ræða en væntanlega er það einmitt COVID-19 sem herjar á borgarbúa þessa dagana. Þegar norðurkóresk yfirvöld játuðu loks á síðasta ári að veiran hefði náð til landsins höfðu þau einmitt talað um ónafngreindan öndunarfærasjúkdóm dagana á undan.

NK News segir að borgarbúar verði að halda sig heima þar til á miðnætti á sunnudaginn og að þeir verði að láta mæla líkamshita sinn nokkrum sinnum á dag.

Miðillinn sagði í gær að svo virtist sem borgarbúar væru að hamstra vörur vegna yfirvofandi stöðvunar samfélagsstarfsemi.

Ekki er vitað hvort gripið hefur verið til álíka aðgerða annars staðar í þessu harðlokaða einræðisríki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið