fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Mæðgin létust eftir árás ísbjarnar

Pressan
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 13:38

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mæðgin létust síðastliðinn þriðjudag í kjölfar þess að ísbjörn réðst á þau í Wales, litlu afskekktu þorpi í Alaska í Bandaríkjunum. Summer Myomick, 24 ára móðir, og Saint Michael, árs gamall sonur hennar, hétu mæðginin sem um ræðir. 

Vitni segja í samtali við AP að ísbjörninn hafi byrjað á að elta fólk í nágrenni við skóla í þorpinu, að starfsmenn skólans hafi reynt að koma fólki inn í skólann og halda ísbjörnum úti. Mæðginin voru stödd á milli skólans og sjúkrahússins í þorpinu þegar ísbjörninn réðst á þau. Á meðan ísbjörninn var að ráðast á mæðginin tók einn íbúi þorpsins sig til og skaut björninn til bana. Það dugði þó ekki til að bjarga Myimick og Michael sem létust bæði af sárum sínum. Samkvæmt ABC News munu yfirvöld í Alaska ferðast til þorpsins til að rannsaka árásina frekar.

Þrátt fyrir að árásir ísbjarna séu ennþá nokkuð sjaldgæfar í Alaska þá hefur þeim farið fjölgandi með hækkandi loftslagi. Þegar heimkynni ísbjarnanna bráðna eiga þeir það til að færa sig innar í landið. Samkvæmt rannsóknum hafa árásir ísbjarna á fólk stóraukist síðan um aldamótin. Flestar árásirnar fara fram milli mánaðanna júlí og desember, þar sem ísinn hylur ekki jafn mikið land og á hinum mánuðum ársins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi