fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Mikill niðurskurður Musk hjá Twitter – Starfsfólk verður sjálft að koma með klósettpappír í vinnuna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. janúar 2023 16:00

Elon Musk ræður ríkjum hjá Twitter. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hneykslismálunum rignir yfir Twitterverkefni Elon Musk. Þetta ævintýri hans hófst með þeirri sýn að gera ætti heiminn að betri stað. Hann ætlaði að búa til samfélagsmiðil þar sem hægt væri að ræða málin á „heilbrigðan hátt“ og þar sem tjáningarfrelsið væri í forgangi.

En Musk hefur gripið til ýmissa umdeildra aðgerða eftir kaupin. Hann hefur til dæmis lokað aðgöngum þar sem fylgst er með ferðum einkaflugvélar hans. Auk þess sagði hann um helmgi starfsfólksins upp.

Nýlega bárust fréttir af því að Twitter hefði ekki greitt húsaleigu og að mál hafi verið höfðað vegna þess.

Þetta virðist bara vera toppurinn á ísjakanum og sífellt koma fleiri mál fram í dagsljósið.

Í byrjun desember rak Musk hreingerningarfólkið til að spara. The New York Times skýrir frá þessu og hefur eftir starfsfólki fyrirtækisins að þar sé allt meira og minna í upplausn. „Fólk situr þröngt á litlum skrifstofum. Það er líkamslykt og lykt af gömlum mat,“ hefur blaðið eftir fjórum fyrrverandi og núverandi starfsmönnum.

Þeir sögðu einnig að salernin séu orðin mjög skítug og ógeðsleg eftir að hreingerningarfólkið var rekið. „Af því að hreingerningarfólkið var rekið hefur starfsfólkið neyðst tii að taka klósettpappír með í vinnuna,“ sögðu heimildarmennirnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið
Pressan
Fyrir 1 viku

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum