fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

NASA segir unnið af fullum krafti við undirbúning á rannsóknum á fljúgandi furðuhlutum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. september 2022 19:00

Skjáskot úr myndbandi frá Bandaríkjahers af óþekktum fljúgandi hlut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júní tilkynnti Bandaríska geimferðastofnunin NASA að hún ætlaði að hefja vísindalegar rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum. Stofnunin hélt fréttamannafund nýlega þar sem Daniel Evans, hjá vísindaverkefnadeild stofnunarinnar, sagði að unnið sé af „fullum krafti“ við undirbúning rannsóknanna.

Space.com skýrir frá þessu. Evans sagði að NASA leggi mikla áherslu á þetta og þetta sé í miklum forgangi.

Markmiðið er skýrt því auk þess að auka vitneskju okkar um fljúgandi furðuhluti þá vill NASA leggja sitt af mörkum til að rannsóknin verði hluti af hlutlausum vísindarannsóknum sem stundaðar eru. Hann sagði að NASA væri í einstaklega góðri stöðu til að takast á við rannsókn af þessu tagi því starfsfólk stofnunarinnar viti hvernig á að nota þau verkfæri sem vísindin hafa upp á að bjóða og þau gögn sem eru til og aflað er. Allt þetta geti átt þátt í að komast að hvað sé að gerast á himninum okkar.

Reiknað er með að rannsóknin muni kosta um 100.000 dollara og að hún muni taka um níu mánuði. Hún hefst af fullum þunga næsta vor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni