fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Ótrúlegt uppgötvun – 380 milljóna ára gamalt

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. september 2022 07:30

Svona lítur steingervingurinn út. Mynd:LINDSAY HATCHER

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vesturhluta Ástralíu gerðu vísindamenn merka uppgötvun nýlega. Þar fundu þeir 380 milljóna ára gamalt hjarta. Það er í steingervingi af fiski.

BBC skýrir frá þessu. Þetta er elsta hjartað sem nokkru sinni hefur fundist. Það veitir ákveðnar vísbendingar um hvernig mannslíkaminn hefur þróast yfir í að vera eins og hann er í dag.

Kate Trinjastic, prófessor við Curtin háskólann í Perth í Ástralíu, stýrði vinnu hópsins sem fann hjartað. „Við sátum við tölvuna þegar við sáum að þetta var hjarta sem við höfðum fundið. Við trúðum þessu varla. Þetta var ótrúlega spennandi,“ sagði hún í samtali við BBC og bætti við að þetta væri afgerandi hvað varðar þróunarsögu mannsins.

Hjartað fannst í Gogofiski en það var ráðandi tegund á jörðinni í 60 milljónir ára. Þetta var fyrsti fiskurinn sem þróaði með sér kjálka og tennur. Fyrri tegundir fiska urðu aldrei lengri en 30 cm en Gogofiskur gat orðið lengri en það.

Rannsóknir á steingervingum sýna að hjarta Gogofiska var mun flóknara er hjarta frumstæðari fiskategunda. Það var með tvö hjartahólf og minnir á mannshjartað hvað varðar uppbyggingu.

Hjartað var staðsett framar í líkama fiskins en hjá öðrum fiskum og er talið að það hafi átt sinn þátt í að lungu þróuðust hjá öðrum tegundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau