fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Pressan

Ganga er góð fyrir heilsuna og hröð ganga er enn betri

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. september 2022 16:30

Ganga er góð fyrir heilsuna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Röskleg ganga er góð fyrir heilsuna og vinnur gegn hjartasjúkdómum, elliglöpum, krabbameini og ótímabærum dauða.

En það skiptir máli hversu hratt er gengið og hversu mörg skref eru tekin daglega. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamann við Sydneyháskóla og Suðdanskaháskólann. The Guardian skýrir frá þessu.

Fram kemur að til að ganga hafi tilskilin áhrif þurfi að ná 10.000 skrefum á dag. Þá dragi úr líkunum á sjúkdómum og ótímabærum dauða. Röskleg ganga, kraftganga, getur haft enn meiri jákvæð áhrif á heilsuna.

Í rannsókninni var fylgst með 78.500 fullorðnum Bretum á árunum 2013 og 2015.  Fólkið notaði skrefamæla á meðan á rannsókninni stóð. Síðan var heilsufar þeirra kannað sjö árum síðar. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í JAMA Internal Medicine og JAMA Neurology.

Dr Matthew Ahmadi, einn aðalhöfunda rannsóknarinnar, sagði að með því að ganga 10.000 skref á dag sé hægt að draga úr líkunum á elliglöpum um 50% og um 30 til 40% á hjartasjúkdómum og krabbameini.

Röskleg eða hröð ganga skilaði enn meiri ávinningi fyrir heilsuna.

Einnig kom í ljós að hver 2.000 skref drógu úr líkunum á ótímabærum dauða um 8 til 11%, þetta átti við upp að 10.000 skrefum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“