fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Ganga er góð fyrir heilsuna og hröð ganga er enn betri

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. september 2022 16:30

Ganga er góð fyrir heilsuna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Röskleg ganga er góð fyrir heilsuna og vinnur gegn hjartasjúkdómum, elliglöpum, krabbameini og ótímabærum dauða.

En það skiptir máli hversu hratt er gengið og hversu mörg skref eru tekin daglega. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamann við Sydneyháskóla og Suðdanskaháskólann. The Guardian skýrir frá þessu.

Fram kemur að til að ganga hafi tilskilin áhrif þurfi að ná 10.000 skrefum á dag. Þá dragi úr líkunum á sjúkdómum og ótímabærum dauða. Röskleg ganga, kraftganga, getur haft enn meiri jákvæð áhrif á heilsuna.

Í rannsókninni var fylgst með 78.500 fullorðnum Bretum á árunum 2013 og 2015.  Fólkið notaði skrefamæla á meðan á rannsókninni stóð. Síðan var heilsufar þeirra kannað sjö árum síðar. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í JAMA Internal Medicine og JAMA Neurology.

Dr Matthew Ahmadi, einn aðalhöfunda rannsóknarinnar, sagði að með því að ganga 10.000 skref á dag sé hægt að draga úr líkunum á elliglöpum um 50% og um 30 til 40% á hjartasjúkdómum og krabbameini.

Röskleg eða hröð ganga skilaði enn meiri ávinningi fyrir heilsuna.

Einnig kom í ljós að hver 2.000 skref drógu úr líkunum á ótímabærum dauða um 8 til 11%, þetta átti við upp að 10.000 skrefum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum