fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Leystu 66 milljóna ára gamla ráðgátu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. september 2022 19:00

Teikning af árekstri loftsteins við jörðina. Mynd/Teikning/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa lengi ekki verið einhuga um hvernig miklir gróðureldar kviknuðu þegar risastór loftsteinn skall á jörðinni fyrir 66 milljónum ára. Þessi stóri loftsteinn gerði út af við risaeðlurnar. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram í gegnum tíðina um hvernig eldarnir kviknuðu en nú segist hópur vísindamanna frá Bretlandi, Mexíkó og Brasilíu hafa fundið svarið.

Sky News skýrir frá þessu. Loftsteinninn gerði út af við risaeðlurnar og þar með lauk tíma þeirra hér á jörðinni. En hann kveikti einnig gróðurelda í mörg þúsund kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem hann lenti en það var þar sem nú er Mexíkó.

Auk risaeðlanna gerði loftsteinninn út af við tæplega 75% allra plöntu- og dýrategunda á jörðinni.

Með greiningu á steinum, frá þeim tíma er loftsteinninn skall á jörðinni, telja vísindamennirnir sig geta staðhæft að sumir eldanna kviknuðu innan nokkurra mínútna, í mesta lagi, eftir áreksturinn.

Þeir telja að eldarnir hafi kviknað við hina öflugu sprengingu eða við að hita frá dropum af bráðnuðum steinum sem féllu af himni rétt eftir áreksturinn.

Ben Kneller, hjá Aberdeen háskóla, er meðhöfundur rannsóknarinnar sem hefur verið birt í vísindaritinu Scientific Reports. Hann segir að rannsóknin hafi leitt í ljós að eldarnir kviknuðu strax eftir að loftsteinninn skall á jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“