fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Hefur fengið sig fullsaddan af fjallgöngufólki – Borgið ykkar eigin útför

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 07:07

Mont Blanc. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallgöngufólk, sem dreymir um að ná toppi Mont Blanc, þarf framvegis að leggja fram 15.000 evrur í tryggingu áður en það fær leyfi til að hefja klifur sitt upp fjallið. Það er að segja ef það leggur af stað Frakklands megin. Ekki þarf að leggja fram tryggingu ef lagt er af stað Ítalíu megin.

Tryggingin á að duga til að standa undir kostnaði við hugsanlega björgun fjallgöngufólksins, svona ef það lendir í vanda, eða við útför þess. The Daily Mail skýrir frá þessu. 10.000 evrur eiga að standa undir hugsanlegum björgunarkostnaði og 5.000 evrur undir hugsanlegum útfararkostnaði.

Það er Jean-Marc Peillex, bæjarstjóri í Saint-Gervais-les-Bains sem hefur lagt þessa kvöð um greiðslu tryggingargjalds á. Vinsæl leið upp á hið 4.807 metra háa Mont Blanc liggur um bæinn hans.

Ákveðið var að grípa til þessa ráðs í kjölfar þess að margt fjallgöngufólk hefur hunsað viðvaranir um að leggja ekki af stað. Peillex hefur áður sagt að fjallgöngufólkið leiki rússneska rúllettu með líf sitt.

Yfirvöld segja að það færist sífellt í vöxt að óreynt fjallgöngufólk leggi af stað upp á fjallið Frakklands megin.

Hugmyndin að tryggingafénu kom upp í kjölfar þess að fimm rúmenskir ferðamenn lögðu af stað upp Mont Blanc í „stuttbuxum, gúmmískóm og með stráhatta“ skrifaði Peillex á Twitter. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af þeim og skipa þeim að snúa við.

„Fólk vill skríða upp með dauðann í för. Við verðum því að leggja mat á kostnaðinn við að bjarga þeim og við útför þeirra. Það er ekki ásættanlegt að franskir skattgreiðendur sitji uppi með kostnaðinn,“ skrifaði hann einnig.

Á síðustu tveimur árum hafa 20 manns látið lífið við að reyna að komast á topp Mont Blanc og bjarga hefur þurft um 50 manns niður af fjallinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks