fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Evrópskar verslunarkeðjur bregðast við orkuskorti og verðhækkunum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. ágúst 2022 15:00

Spar er stór aðili á austurríska markaðnum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðhækkanir á orku og yfirvofandi orkuskortur í Evrópu, vegna skorts á gasi, hefur nú orðið til þess að nokkrar verslunarkeðjur á meginlandinu hafa ákveðið að grípa til aðgerða.

Gasskorturinn tengist auðvitað stríðinu í Úkraínu og refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Reuters segir að austurríska verslunarkeðjan SPAR hafi nú ákveðið að draga úr lýsingu í verslunum sínum og utan við þær. Keðjan rekur rúmlega 1.500 verslanir í Austurríki og er heildarflatarmál þeirra rúmlega 1,2 milljónir fermetra en það svarar til um 180 knattspyrnuvalla.

Með þessu mun SPAR draga úr rafmagnsnotkun um eina milljón kílóvattstunda á ári. Talsmenn keðjunnar hafa ekki viljað tjá sig um hversu mikið fé sparast með þessu.

Franska keðjan Leclerc íhugar nú að stytta opnunartíma til að forðast rafmagnsleysi. Nú þegar hefur Carrefour, verslunarkeðjan, skrifað undir samning við RTE orkufyrirtækið. Samningurinn heitir „EcoWatt Charter“ og er markmiðið með honum að draga úr rafmagnsnotkun í verslunum keðjunnar á þeim tímum dagsins sem mikið er að gera.

Í Belgíu hafa Colruyt og Ahold verslunarkeðjurnar ákveðið að grípa til orkusparandi aðgerða. Báðar keðjurnar hafa bætt úr einangrun kæla og frysta í verslunum sínum og dregið úr notkun ljósaskilta. Hjá Ahold er einnig verið að íhuga að stytta opnunartímann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós