fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Evrópskar verslunarkeðjur bregðast við orkuskorti og verðhækkunum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. ágúst 2022 15:00

Spar er stór aðili á austurríska markaðnum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðhækkanir á orku og yfirvofandi orkuskortur í Evrópu, vegna skorts á gasi, hefur nú orðið til þess að nokkrar verslunarkeðjur á meginlandinu hafa ákveðið að grípa til aðgerða.

Gasskorturinn tengist auðvitað stríðinu í Úkraínu og refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Reuters segir að austurríska verslunarkeðjan SPAR hafi nú ákveðið að draga úr lýsingu í verslunum sínum og utan við þær. Keðjan rekur rúmlega 1.500 verslanir í Austurríki og er heildarflatarmál þeirra rúmlega 1,2 milljónir fermetra en það svarar til um 180 knattspyrnuvalla.

Með þessu mun SPAR draga úr rafmagnsnotkun um eina milljón kílóvattstunda á ári. Talsmenn keðjunnar hafa ekki viljað tjá sig um hversu mikið fé sparast með þessu.

Franska keðjan Leclerc íhugar nú að stytta opnunartíma til að forðast rafmagnsleysi. Nú þegar hefur Carrefour, verslunarkeðjan, skrifað undir samning við RTE orkufyrirtækið. Samningurinn heitir „EcoWatt Charter“ og er markmiðið með honum að draga úr rafmagnsnotkun í verslunum keðjunnar á þeim tímum dagsins sem mikið er að gera.

Í Belgíu hafa Colruyt og Ahold verslunarkeðjurnar ákveðið að grípa til orkusparandi aðgerða. Báðar keðjurnar hafa bætt úr einangrun kæla og frysta í verslunum sínum og dregið úr notkun ljósaskilta. Hjá Ahold er einnig verið að íhuga að stytta opnunartímann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks