fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Bandaríkin skila tugum fornmuna til Kambódíu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. ágúst 2022 18:00

Angkor Wat í Kambódíu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin skiluðu nýlega 30 fornmunum, sem var stolið frá sögufrægum stöðum, til Kambódíu. Meðal þessara muna eru brons og stein styttur tengdar búddisma og hindúsima. Þær eru rúmlega 1.000 ára gamlar.

The Guardian segir að fornleifasvæði í Kambódíu, þar á meðal Koh Ker sem var höfuðborg hins forna Khmer veldis, hafi orðið fyrir miklum þjófnaði þegar borgarastyrjaldir geisuðu í landinu frá sjöunda áratugnum og fram á þann tíunda.

Kambódísk yfirvöld hafa síðan reynt að endurheimta stolna muni sem hafa verið seldir á alþjóðlegum markaði.

Damian Williams, alríkissaksóknari á Manhattan, sagði að munirnir sem nú verður skilað hafi verið seldir kaupendum á Vesturlöndum af Douglas Latchford. Hann hélt til í Bangkok í Taílandi og falsaði skjöl til að leyna því að munirnir voru stolnir.

Munirnir verða framvegis til sýnis í þjóðminjasafninu í Phnom Penh.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli