fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Pressan

Viðurkennir að hafa ætlað að myrða Elísabetu II með lásboga

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 06:10

Elísabet II.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jaswant Singh Chail, sem er tvítugur, birtist við Windsor kastala á jóladag á síðasta ári, vopnaður lásboga.  Hann var handtekinn og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Í gær hófust réttarhöld yfir honum en hann er ákærður fyrir landráð. Chail, sem var grímuklæddur og með hettu yfir höfðinu þegar hann birtist við Windsor, játaði að hafa ætlað að „drepa drottninguna“.

Lögreglumaður, sem sinnti öryggisgæslu við höllina, sagði að Chail hafi líkst félaga í „gertækishópi“.

Drottningin var í höllinni þennan dag ásamt Karli prinsi og Camillu eiginkonu hans og fleirum úr fjölskyldunni. Chail var handtekinn um klukkan 8.30 á jóladag þegar hann reyndi að læðast að höllinni en hann komst ekki inn í neina byggingu.

Hryðjuverkalögreglan tók strax við rannsókn málsins. Hún gaf síðan út ákæru á hendur honum fyrir landráð samkvæmt lagaákvæði frá 1842. Hann er einnig ákærður fyrir morðhótanir og fyrir vörslu á hættulegu vopni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrum Rússlandsforseti segir Finnland undirbúa sig undir stríð við Rússa

Fyrrum Rússlandsforseti segir Finnland undirbúa sig undir stríð við Rússa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðherrann og fleiri segja af sér vegna banvænna mótmæla – Samfélagsmiðlabanninu aflétt

Forsætisráðherrann og fleiri segja af sér vegna banvænna mótmæla – Samfélagsmiðlabanninu aflétt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjálfsskaði, svik og sjúkt klám – Hryllingssaga bresks læknis

Sjálfsskaði, svik og sjúkt klám – Hryllingssaga bresks læknis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lík níu ára stúlku fannst í poka við árbakka – Fósturmóðirin ákærð fyrir morð

Lík níu ára stúlku fannst í poka við árbakka – Fósturmóðirin ákærð fyrir morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tóku eftir óvenjulegu athæfi lífvarða einræðisherrans eftir að hann yfirgaf herbergið

Tóku eftir óvenjulegu athæfi lífvarða einræðisherrans eftir að hann yfirgaf herbergið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þriggja barna móðir fór út að skokka – Það endaði ekki vel

Þriggja barna móðir fór út að skokka – Það endaði ekki vel