fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Segir að grænmetisætur eigi að skella sér í ræktina og fara að lyfta lóðum til að halda beinunum heilbrigðum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. ágúst 2022 15:00

Grænmeti er hollt og gott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grænmetisætur sem stunda líkamsrækt og lyfta lóðum eru með sterkari bein en þær grænmetisætur sem ekki gera það.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Læknaháskólann í Vínarborg. 43 karlar og konur tóku þátt í rannsókninni. Daily Mail skýrir frá þessu.

Fram kemur að niðurstöður rannsóknarinnar séu þær að fólk sem borðar eingöngu grænmeti og stundar styrktaræfingar frekar en aðrar tegundir hreyfingar, eins og hjólreiðar og sund, sé hugsanlega með sterkari bein en aðrar grænmetisætur.

Þátttakendurnir höfðu verið grænmetisætur í minnst fimm ár. Þeir sem höfðu stundað styrktaræfingar, til dæmis lyftingar, voru með sterkari bein en þeir sem ekki höfðu gert það.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í Journal of Clinical Endocrinology & Metabolism.

Daily Mail segir að rannsókn, sem var birt á síðasta ári, hafi leitt í ljós að börn sem alast upp sem grænmetisætur séu ekki eins hávaxin og önnur börn og bein þeirra séu veikari. Á móti voru börnin, sem voru grænmetisætur, með heilbrigðara hjarta og æðakerfi. Það voru 25% minni líkur á að þau væru með „slæma“ kólesterólið og þau voru með minni líkamsfitu.

Christian Muschitz, einn höfunda nýju rannsóknarinnar, sagði að fólk sem neyti eingöngu grænmetisfæðis ætti að stunda reglulegar styrktaræfingar til að varðveita styrk beinanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran