fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Ógnvekjandi þróun – Þornaði upp í fyrsta sinn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. ágúst 2022 16:30

The London Eye stendur við Thames.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalupptakasvæði Thames þornaði nýlega upp. Þetta þýðir að nú byrjar áin fyrst að renna átta kílómetrum frá eðlilegu upptakasvæði sínu. Þetta þýðir að mun minna vatn er nú í ánni en venjulega. Bresk yfirvöld hafa þó ekki gripið til takmarkana á vatnsnotkun en hvetja fólk til að hafa skynsemina að leiðarljósi hvað varðar vatnsnotkun.

The Guardian hefur eftir Rob Collins, framkvæmdastjóra hjá Rivers Trust, að eftir langvarandi þurrka hafi upptök Thames í Gloucestershire þornað upp. Miðað við hið breytilega veðurfar á Bretlandi megi búast við að tíðni þurrkatímabila muni aukast sem muni hafa í för með sér aukna samkeppni um þverrandi auðlind. Að auki hafi þetta slæmar afleiðingar fyrir lífríkið í ánni.

En það er ekki bara á Bretlandseyjum sem þurrkar og vatnsskortur valda áhyggjum. Á Ítalíu, Þýskalandi og Hollandi eru svipuð vandamál uppi.

Bloomberg segir að vatnsmagnið í Rín, sem á upptök sín í Tomasee í Sviss og rennur í gegnum Austurríki, Þýskaland, Frakkland og Holland, sé mjög lítið um þessar mundir.

Rín er lífsnauðsynleg fyrir flutninga í Evrópu en kolaflutningaskip nota ána til dæmis mikið.

Í Hollandi og á norðanverðri Ítalíu hefur fólk verið beðið um að fara sparlega með vatn. Í Mílanó hefur til dæmis verið skrúfað fyrir alla gosbrunna og bannað er að þvo bíla og vökva garða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca