fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Ógnvekjandi þróun – Þornaði upp í fyrsta sinn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. ágúst 2022 16:30

The London Eye stendur við Thames.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalupptakasvæði Thames þornaði nýlega upp. Þetta þýðir að nú byrjar áin fyrst að renna átta kílómetrum frá eðlilegu upptakasvæði sínu. Þetta þýðir að mun minna vatn er nú í ánni en venjulega. Bresk yfirvöld hafa þó ekki gripið til takmarkana á vatnsnotkun en hvetja fólk til að hafa skynsemina að leiðarljósi hvað varðar vatnsnotkun.

The Guardian hefur eftir Rob Collins, framkvæmdastjóra hjá Rivers Trust, að eftir langvarandi þurrka hafi upptök Thames í Gloucestershire þornað upp. Miðað við hið breytilega veðurfar á Bretlandi megi búast við að tíðni þurrkatímabila muni aukast sem muni hafa í för með sér aukna samkeppni um þverrandi auðlind. Að auki hafi þetta slæmar afleiðingar fyrir lífríkið í ánni.

En það er ekki bara á Bretlandseyjum sem þurrkar og vatnsskortur valda áhyggjum. Á Ítalíu, Þýskalandi og Hollandi eru svipuð vandamál uppi.

Bloomberg segir að vatnsmagnið í Rín, sem á upptök sín í Tomasee í Sviss og rennur í gegnum Austurríki, Þýskaland, Frakkland og Holland, sé mjög lítið um þessar mundir.

Rín er lífsnauðsynleg fyrir flutninga í Evrópu en kolaflutningaskip nota ána til dæmis mikið.

Í Hollandi og á norðanverðri Ítalíu hefur fólk verið beðið um að fara sparlega með vatn. Í Mílanó hefur til dæmis verið skrúfað fyrir alla gosbrunna og bannað er að þvo bíla og vökva garða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 6 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“