fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

McDonald‘s opnar nokkra veitingastaði í Úkraínu að nýju – Vilja styðja tilfinninguna um eðlilegt ástand

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska skyndibitakeðjan McDonald‘s hefur ákveðið að opna nokkra af veitingastöðum sínum í Úkraínu á nýjan leik en þeim var lokað þegar Rússar réðust inn í landið fyrir tæpum sex mánuðum. McDonald‘s lokaði einnig öllum veitingastöðum sínum í Rússlandi og seldi þá síðan til einkaleyfishafans.

Nú verða nokkrir veitingastaðir í Úkraínu opnaðir á nýjan leik til að sýna úkraínsku þjóðinni stuðning og styðja við tilfinninguna um að ástandið í landinu sé að einhverju leyti eðlilegt.

Rúmlega 10.000 manns störfuðu hjá McDonald‘s í Úkraínu. Fyrirtækið hefur greitt þeim laun síðan veitingastöðunum var lokað. Sky News skýrir frá þessu.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær kemur fram að byrjað verði á að opna nokkra veitingastaði í Kyiv og vesturhluta landsins. Í heildina á McDonald‘s 109 veitingastaði í Úkraínu.

Nokkur önnur vestræn fyrirtæki hafa hafið starfsemi á nýjan leik í Úkraínu að undanförnu, þar á meðal NikeKFC og Mango.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist