fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Pressan

Dularfull andlát tveggja sádi-arabískra systra í Ástralíu – Flúðu land í öryggið í Ástralíu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 22:00

Asra og Amaal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. júní síðastliðinn fundust lík systranna Asra Abdullah Alsehli, 24 ára, og Amaal Abdullah Alsehli, 23 ára, í íbúð þeirra í Canterbury í suðvesturhluta Sydney í Ástralíu. Lögreglan telur að andlát þeirra hafi borið að með „grunsamlegum“ hætti og hefur biðlað til almennings um aðstoð.

Daily Mail segir að systurnar hafi flúið frá Sádi-Arabíu til Ástralíu, án fjölskyldu sinnar, 2017.

Claudia Allcroft, rannsóknarlögreglumaður, sagði að talið sé að þær hafi látist snemma í maí eða mánuði áður en rotnandi lík þeirra fundust. Ekki liggur fyrir hver dánarorsök þeirra var. Hún sagði að lögreglan vildi gjarnan heyra frá fólki sem hafi þekkt eitthvað til systranna eða vitað eitthvað um þær og líf þeirra.

Húsvörður í fjölbýlishúsinu, þar sem þær bjuggu, sem hafði samband við lögregluna um miðjan mars vegna matar sem hafði verið skilin eftir í sameigninni. Lögreglan kannaði þá með systurnar og var ekki annað að sjá en þær hefðu það gott og ekki þótti þörf á að grípa til neinna aðgerða.

En þann 7. júní fundust lík þeirra í íbúðinni og voru farin að rotna ansi mikið. Ástæðan fyrir að kannað var með systurnar var að þær höfðu ekki greitt húsaleigu í fjórar vikur og póstur hrúgaðist upp fyrir framan dyrnar hjá þeim.

Lögreglan segir að engir augljósir áverkar hafi verið á líkum þeirra og engin ummerki um að brotist hafi verið inn í íbúðina.

Eins og áður sagði flúðu þær til Ástralíu 2017, þegar þær voru 18 og 19 ára. Þær nutu aðstoðar yfirvalda í fimm ár og fengu aðstoð við að sækja um hæli. Þær voru að sögn ekki í reglulegu sambandi við ættingja sína í heimalandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran