fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Ný rannsókn – Sólarljós gerir karlmenn svanga

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 23. júlí 2022 15:00

Ætli hann hafi verið úti í sólinni?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að karlmenn verði svangir ef þeir eru í sólarljósi. Ástæðan er að sólarljósið eykur magn hormónsins ghrelin en það eykur matarlystina.

Þetta getur því skýrt af hverju margir karlmenn finna til svengdar eftir að hafa verið í sólinni.

The Guardian fjallar um rannsóknina sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature Metabolism.

Í rannsókninni voru áhrif sólskins á karla og konur rannsökuð. Þátttakendurnir voru látnir vera í sól í 25 mínútur um miðjan dag.

Í ljós kom að sólarljósið jók magn ghrelin hjá körlum en hjá konunum varð engin breyting.

Svipuð niðurstaða varð þegar álíka tilraun var gerð á músum en þá var UVB-geislum beint að þeim. Karldýrin byrjuðu að éta meira og magn ghrelin í blóði þeirra jókst en hjá kvendýrunum varð engin breyting segir í umfjöllun Videnskab.

Hið aukna magn ghrelin í blóðinu var rakið til tjóns á DNA í húðfrumunum en estrogen kemur í veg fyrir þetta og það skýrir af hverju þetta gerðist ekki hjá kvendýrunum.

Carlos Diéguez og Rubén Nogueira, sem eru vísindamenn við Universidad de Santiago de Compostela á Spáni, komu ekki að rannsókninni en þeir segja niðurstöður hennar „áhugaverðar“ að sögn The Guardian.

Duane Mellor, hjá Aston University í Englandi, kom heldur ekki að rannsókninni en er hins vegar ekki sömu skoðunar og Diéguez og Nogueira. „Það er mikilvægt að hafa í huga að rannsóknin sýnir ekki að sólarljós og UVB-geislar valdi þyngdaraukningu hjá körlum,“ sagði Mellor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri