fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Vinur Pútíns montar sig við ung börn – „Hérna sjáiði tilraunaskot flauganna okkar“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 20. maí 2022 22:00

Skjáskot úr þættinum sem um ræðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn bætist í röð kjarnorkuhótanna rússneskra yfirvalda í garð Vesturlanda. Leiðtogi geimferðastofnunar Rússlands, Dmitri Rogozin, montaði sig á dögunum af nýjasta gjöreyðingavopni í búri Rússlands, RS-28 Sarmat-flauginni. Flaugin getur hæft skotmörk á um 25,7 þúsund kílómetrum á klukkustund, geymt 15 sprengiodda og lagt svæði sjöfalt stærra en Ísland í eyði.

Það athyglisverða er að Rogozin gerði þetta í sjónvarpsþætti fyrir framan mikinn fjölda barna en um er að ræða hluta af nýrri menntunarherferð rússneskra yfirvalda. Herferðin fer undir nafninu Nýir sjóndeildahringir, þar sem ungum börnum er kennt um getu Rússlands í hernaði. The Sun vakti athygli á málinu.

„Hérna sjáiði tilraunaskot flauganna okkar,“ sagði Rogozin í þættinum og sýndi krökkunum myndskeið. „Þær stærstu komast ekki fyrir á Rauða torginu, þar sem þær eru of stórar… slík flaug gæti gjöreyðilagt hálfa strandlengju stórrar heimsálfu, sem okkur líkar kannski ekki vel við vegna árásargirni hennar.“ sagði hann og á þar líklega við Bandaríkin.

Rogozin bætti einnig við að eldflaugin „óstöðvandi“, sem einnig er kölluð Satan-2, gæti öðlast hlutverk í hernaðinum í  haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði