fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Ný tíðindi í máli Anne-Elisabeth – Lögreglan sendi tilkynningu frá sér í morgun

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. maí 2022 06:48

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan sendi fréttatilkynningu frá sér í morgun með nýjum upplýsingum um mál Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf sporlaust frá heimili sínu í Lørenskog, sem er í útjaðri Osló, þann 31. október 2018. Ekkert hefur spurst til hennar síðan og telur lögreglan að hún hafi verið myrt. Rannsókn stendur enn yfir og er eiginmaður Anne-Elisabeth, Tom Hagen, með stöðu grunaðs í málinu.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að nú viti hún í raun allt um hótunarbréfið sem Tom fann í húsi þeirra hjóna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf.

Í bréfinu stendur að Anne-Elisabeth hafi verið rænt og að Tom verði að greiða 9 milljónir evra í rafmynt til að sjá hana aftur á lífi. Í því er honum einnig sagt að láta lögregluna ekki vita af málinu, það muni hafa alvarlegar afleiðingar. Einnig eru gefnar nákvæmar upplýsingar um hvernig hann eigi að setja sig í samband við mannræningjana. Bréfið hefur frá upphafi verið eitt mikilvægasta sönnunargagnið í málinu.

Heimili Hagen-hjónanna. Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

 

Í tilkynningu lögreglunnar segir að hún viti nú nær allt um bréfið en svar hefur þó ekki fengist við tveimur mikilvægum spurningum. Þær eru: Hver skrifaði bréfið? Og: Hver prentaði það?

Fram kemur að bréfið hafi verið skrifaði í tölvu með Windows 10 eða 8 stýrikerfi. Í tölvunni hafi verið innbyggt skjákort, Intel HD Graphics 630.

Bréfið var líklega skrifað í WordPad fyrir Windows. Venjulegar stillingar voru notaðar hvað varðar línubil, spássíu og kaflaskipti.

Bréfið var prentað á pappír sem passar vel við Clas Ohlson ljósritunarpappír sem er framleiddur í Portúgal og er seldur af Clas Ohlson.

Bréfið var líklega prentað með Hewlett Packard blekprentara með HP 302 eða HP 304 blekhylkjum.

Bréfið var í hvítu C5 umslagi framleiddu af Mayert Kuvert í Þýskalandi 2017. Umslög frá þessum framleiðanda eru seld hjá Clas Ohlson.

Hvað varðar bréfritarann telur lögreglan langlíklegast að hann, eða þeir, séu með norsku sem móðurmál eða búi yfir góðri norskukunnáttu. Þær málfræðivillur, sem eru í bréfinu, eru taldar hafa verið gerðar viljandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum