fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Tveir norðurkóreskir unglingar teknir af lífi fyrir að horfa á suðurkóreskar kvikmyndir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír unglingspiltar, 16 og 17 ára, voru nýlega teknir af lífi í Norður-Kóreu. Tveir fyrir að hafa horft á og dreift suðurkóreskum kvikmyndum og sá þriðji fyrir að hafa drepið stjúpmóður sína.

Radio Free Asia skýrir frá þessu. Hefur miðillinn eftir heimildarmönnum að þegar aftökurnar áttu sér stað hafi embættismaður sagt að þeim sem horfa á suðurkóreskar myndir og þeim sem raski samfélagsró með morðum  verði ekki fyrirgefið og verði teknir af lífi.

Voru piltarnir skotnir til bana í Hyesan í október en það var ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum sem fregnir um málið bárust út fyrir Norður-Kóreu.

Piltarnir eru sagðir hafa verið handteknir fyrir að hafa smyglað minnislyklum, með suðurkóreskum kvikmyndum, til landsins og fyrir að hafa reynt að selja þá. Hafa yfirvöld útsendara víða í samfélaginu og voru það einmitt slíkir útsendarar sem komu upp um piltana.

Radio Free Asia segir að íbúum í Hyesan hafi verið skipað að horfa á aftökurnar til að hræða þá frá að fremja svipuð afbrot.

Norðurkóresk yfirvöld óttast að suðurkóresk og vestræn menning hafi áhrif á íbúa landsins en reynt er að halda þeim algjörlega einangruðum frá umheiminum. Af þessum sökum er tekið hart á þeim sem dreifa erlendu myndefni og tónlist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út