fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Óttast mannskæða kórónuveirubylgju

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 20:00

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar víðtækra mótmæla kínversks almennings gegn sóttvarnaaðgerðum yfirvalda hefur nú verið slakað á þeim. En yfirvöld óttast að ný og mannskæð bylgja kórónuveirunnar sé ekki langt undan.

Yfirvöld slökuðu nýlega á harðri stefnu sinni sem hafði haft í för með sér að almenningur varð að sætta sig við stöðuga sýnatöku, stöðvun samfélagsstarfsemi og innilokun dögum og vikum saman.

Hin opinbera skýring á tilslökuninni er að nú sé það Ómíkronafbrigðið sem er ráðandi og það sé ekki eins banvænt og fyrri afbrigði. The Guardian skýrir frá þessu.

Dánartíðni af völdum Ómíkron var lægri á Vesturlöndum en af völdum annarra afbrigða en ekki er víst að það sama verði uppi á teningnum í Kína því mjög lítill hluti þjóðarinnar er með mótefni gegn veirunni. Fáir hafa smitast og aðeins 40% íbúa, 80 ára og eldri, hafa fengið örvunarskammt af bóluefni.

Martin Hibberd, prófessor í smitsjúkdómafræði við London School of Hygiene & Tropical Medicine, sagði að þrátt fyrir að gögn sýni að Ómíkron sé ekki eins slæmt afbrigði og Delta, þá hafi sést vel í Hong Kong hversu banvænt Ómíkron geti verið þegar fólk hafi ekki náð ónæmi og bólusetning viðkvæmra hópa sé ekki útbreidd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum