fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Pressan

Hvað vissi hún mikið?: Var gift fjöldamorðingja í nítján ár en sver að hafa aldrei grunað neitt en því trúa ekki allir

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 16. desember 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu vel þekkir þú maka þinn? Er möguleiki að kona geti verið gift manni í áratugi án þess að hafa hugmynd um að bóndi hennar sé fjöldamorðingi?

Svo að segja allar spúsur fjöldamorðingja sem nást halda því fram. En hvað er rétt og hvað er rangt í þeim fullyrðingum?

Mary Elizabeth

Mary Elizabeth  Harriman segir að á þeim 19 árum sem hún var gift Russell Williams hafi ekki liðið sá dagur sem hún þakkaði ekki almættinu fyrir að hafa landað svo frábærum eiginmanni.

Mary Elizabeth og Russell

Eða svo sagði hún vinum og ættingjum þar sem hún hefur aldrei komið fram opinberlega eftir að maður hennar var dæmdur fyrir hryllilega glæpi. 

Þau þóttu fyrirmyndarhjón, stunduðu stangaveiði og voru ástríðufullir golfarar. 

Þau voru blessunarlega barnlaus enda hafa margir líst því sem lífstíðardómi að vera barn fjöldamorðingja, með undantekningum þó eins og siðar verður fjallað um í DV.

Tvö hús full minjagripa

Hjónin bjuggu í Kanada en Williams var fæddur í Bretlandi og var virtur ofursti í kanadíska hernum. Hann var líka sadisti sem naut þess að brjótast inn á heimili kvenna, nauðga þeim, í sumum tilfellum myrða þær og stela nærfötum þeirra. Sem hann svo klæddist og tók sjálfur. 

Gríðarlegt magn undirfata var á heimilum hjónanna

Hjónin áttu tvö hús, bæði full af ,,minjagripum” Williams um illvirki sín. Meðal þess var gríðarlegt magn nærfata svo kynlífsleikfanga sem fundust á í kjallara og á háaloftum beggja húsanna.  

Ekki nóg með það. Williams átti langa sögu í hernum og því vanur aga og nákvæmni. Hann skráði niður hvert einasta illvirki í smáatriðum, átti fjölda myndbandsupptaka og blaðaúrklippa um glæpi sína. Og siðast en ekki síst, ljósmyndir af öllum fórnarlömbunum.

Russell lifði tvöföldu lífi.

Ekkert þessara gagna var falið heldur voru falin heldur hist og her um bæði heimilin, jafnvel uppi á borðum.

Hvernig getur það staðist að Mary Elizabeth hafi aldrei, á öllum þessum árum, ekki grunað neitt? Aldrei fundið neitt? 

Hvað vissi Mary Elizabeth? 

Russell var margheiðraður ofursti í hernum.

Árið 2010  var Russell Williams dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi eftir að hafa játað fjölda innbrota, nauðgana og tveggja morða þótt það sé næsta víst að morðin séu margfalt fleiri.

Mary Elizabeth skildi við mann sinn sama ár en enn þann dag í dag eru margir vantrúaðir að hana hafi aldrei grunað neitt. Aðrir gengið lengra í bókum og greinaskrifum og fullyrða að hún hafi ekki bara vitað af glæpum manns síns, hún hafi notið minjagripanna með honum. 

Þær raddir urðu háværari ári síðar þegar nágrannakona Russel og eitt fórnarlamba hans, Laurie Massicotte, fór í skaðabótamál við Russell en einnig Mary Elizabeth. 

Russell braust inn til Laurie árið 2009, hótaði henni, afklæddi, batt hana og nauðgaði. 

Russell Williams við réttarhöldin.

Fullyrði Laurie að Mary Elizabeth hefði vitað um árásina, og reyndar alla glæpi hans. Lögfræðingar Mary Elizabeth mótmæltu harðlega og sögðu Laurie engar sannanir hafa. Væri Mary Elizabeth dregin inn í málið þar sem hún hefði fengið allar eignir manns síns við skilnaðinn en þau hjón voru vellauðug. 

Laurie Massicotte fékk sjö milljónir dollara.

Sennilegast samið um þögn

Málið dróst í fimm ár og lauk með að samið var að hjónakornin fyrrverandi, í raun Mary Elizabeth, greiddi Laurie sjö milljónir dollara í skaðabætur. 

Væntanlega hefur verið þagnarákvæði í samningnum þar sem Laurie hefur aldrei sagt opinberlega frá hvaða sannanir hún hafði í höndunum. 

Eins og fyrr segir hefur Mary Elizabeth aldrei tjáð sig opinberlega, hvorki um níðingsverk manns síns né mál Laurie Massicotte á hendur henni.

DV mun birta fleiri greinar um eiginkonur fjöldamorðingja á næstu dögum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tveir þekktir úr tónlistarbransanum á meðal þeirra sem létust í flugslysinu í San Diego

Tveir þekktir úr tónlistarbransanum á meðal þeirra sem létust í flugslysinu í San Diego
Pressan
Í gær

Nýnasistar ætluðu að fremja hryðjuverk – Lögreglan fann rúmlega 200 vopn

Nýnasistar ætluðu að fremja hryðjuverk – Lögreglan fann rúmlega 200 vopn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lagafrumvarp hræðir marga – Vill banna klám

Lagafrumvarp hræðir marga – Vill banna klám
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiddist mjög þegar hún sá eiginmanninn horfa á klám – Skar undan honum og eldaði liminn í baunakássu

Reiddist mjög þegar hún sá eiginmanninn horfa á klám – Skar undan honum og eldaði liminn í baunakássu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eiturlyfjakafbátar flytja dóp til Evrópu

Eiturlyfjakafbátar flytja dóp til Evrópu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandaríkin gætu misst milljarða dollara tekjur af ferðamönnum

Bandaríkin gætu misst milljarða dollara tekjur af ferðamönnum