fbpx
Föstudagur 01.ágúst 2025
Pressan

Biden aflétti leynd á mörg þúsund leyniskjölum um morðið á Kennedy

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. desember 2022 07:05

John F. Kennedy var myrtur 1963.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, gaf í gær út forsetatilskipun um að aflétta skyldi leynd á mörg þúsund leyniskjölum er tengjast morðinu á John F. Kennedy, forseta, í Dallas í Texas 1963.

Ekki leið á löngu þar til þjóðskjalasafn landsins gerði skjölin opinber.

Kennedy var skotinn til bana . Niðurstaða rannsóknar, sem var stýrt af Earl Warren, var að Lee Harvey Oswald, fyrrum hermaður og kommúnisti, hefði skotið hann og að hann hefði verið einn að verki.

En niðurstaða rannsóknarinnar hefur alla tíð verið umdeild og samsæriskenningar hafa blómstrað.

Mörg þúsund bækur, kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa fjallað um morðið og samsæriskenningar því tengdu.

Engar haldbærar sannanir hafa þó fundist fyrir að Lee Harvey Oswald hafi átt sér vitorðsmenn.

En aldrei hefur fengist fullkomlega staðfest af hverju Oswald myrti forsetann. Hann viðurkenndi heldur aldrei morðið en hann var sjálfur skotinn til bana af Jack Ruby tveimur dögum eftir morðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri
Pressan
Í gær

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeild þingkona stendur með syni sínum sem er sakaður um að vanrækja barn sitt

Umdeild þingkona stendur með syni sínum sem er sakaður um að vanrækja barn sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neitað að fara um borð vegna of stórrar tösku – Atvikið rataði á dagskrá þingsins

Neitað að fara um borð vegna of stórrar tösku – Atvikið rataði á dagskrá þingsins