fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Fundu 27 lík

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. desember 2022 20:00

Frá Sambíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina fundust lík 27 karlmanna norðan við Lusaka, höfuðborg Sambíu. Talið er að mennirnir séu frá Eþíópíu og hafi verið á flótta þaðan.

Lögreglan í Sambíu sagði í gær að mennirnir hafi verið á aldrinum 20 til 38 ára. Talið er að þeir hafi látist úr hungri.

Lögreglan fann einn mann á lífi, nærri hinum látnu, snemma á sunnudagsmorguninn. Var hann illa á sig kominn og var strax fluttur á sjúkrahús í Lusaka.

Líkin voru flutt í líkhús og verða þau krufin til að hægt verði að slá því föstu hvað varð mönnunum að bana.

Það voru íbúar á svæðinu sem fundu líkin en þeim hafði verið „hent“ á landbúnaðarsvæði í útjaðri Lusaka.

Fyrstu niðurstöður rannsóknar lögreglunnar benda til að óþekktir aðilar hafi losað sig við líkin.

Förufólk frá austanverðri Afríku fer oft í gegnum Sambíu á leið sinni til Suður-Afríku en hagkerfið þar í landi er það næst stærsta í álfunni og dregur marga til landsins.

Yfirvöld í Sambíu hafa árum saman barist gegn smyglurum sem flytja förufólk til landsins og jafnvel áfram til annarra landa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa