fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Fundu 27 lík

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. desember 2022 20:00

Frá Sambíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina fundust lík 27 karlmanna norðan við Lusaka, höfuðborg Sambíu. Talið er að mennirnir séu frá Eþíópíu og hafi verið á flótta þaðan.

Lögreglan í Sambíu sagði í gær að mennirnir hafi verið á aldrinum 20 til 38 ára. Talið er að þeir hafi látist úr hungri.

Lögreglan fann einn mann á lífi, nærri hinum látnu, snemma á sunnudagsmorguninn. Var hann illa á sig kominn og var strax fluttur á sjúkrahús í Lusaka.

Líkin voru flutt í líkhús og verða þau krufin til að hægt verði að slá því föstu hvað varð mönnunum að bana.

Það voru íbúar á svæðinu sem fundu líkin en þeim hafði verið „hent“ á landbúnaðarsvæði í útjaðri Lusaka.

Fyrstu niðurstöður rannsóknar lögreglunnar benda til að óþekktir aðilar hafi losað sig við líkin.

Förufólk frá austanverðri Afríku fer oft í gegnum Sambíu á leið sinni til Suður-Afríku en hagkerfið þar í landi er það næst stærsta í álfunni og dregur marga til landsins.

Yfirvöld í Sambíu hafa árum saman barist gegn smyglurum sem flytja förufólk til landsins og jafnvel áfram til annarra landa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol