fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Ný rannsókn varpar ljósi á miklar áskoranir Ástrala vegna loftslagsbreytinganna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. desember 2022 16:30

Frá flóðasvæðum í New South Wales. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hafa Ástralar fengið að kenna á náttúrunni. Öfgafullir veðuratburðir hafa átt sér stað og hafa valdið mikilli eyðileggingu. Það er hækkandi hitastig sem veldur þessum miklu hamförum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem var gerð fyrir áströlsku ríkisstjórnina. Skýrslan var birt nýlega.

Í skýrslunni kemur fram að hækkandi hitastig valdi auknum náttúruhamförum.

The State of the Climate, eins og skýrslan heitir, segir einnig að hnattræn hlýnun valdi hægfara bráðnun á viðkvæmum fjallasvæðum í landinu og valdi því einnig að hafið súrni og að yfirborð sjávar hækki.

Ian Lowe, loftslagssérfræðingur við Griffith háskólann, segir að skýrslan sé „hræðileg“ áminning til Ástrala. Umfang loftslagsbreytinganna sýni að það liggi mikið við að taka til hvað varðar orkunotkun. Það verði að draga úr útflutningi á kolum og gasi.

Ástralía er mjög háð útflutningi á kolum og gasi.

Í skýrslunni kemur fram að að meðalhitinn í Ástralíu hafi hækkað um 1,47 gráður síðan mælingar hófust 1910.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum