fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Pressan

Ólétt kona stungin til bana á götu úti í Danmörku – Barnið er á lífi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. nóvember 2022 05:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

37 ára kona var stungin til bana í Holbæk á Sjálndi seint í gærkvöldi. Hún var barnshafandi. Barnið er á lífi að sögn lögreglunnar.

Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla þá var lögreglunni tilkynnt um árásina, sem átti sér stað á Samsøvej, klukkan 23.10.

„Við fengum tilkynningu um yfirstandandi árás. Við komum fljótt á vettvang og fundum konuna sem var illa særð eftir fjölda hnífsstungna. Hún var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahúsið í Holbæk,“ sagði fulltrúi lögreglunnar í samtali við Ekstra Bladet.

Konan var nýbúin í vinnunni og sat í bíl sínum þegar ráðist var á hana. „Það var ráðist á hana þar sem hún sat í bílnum sínum og hún var dregin út,“ sagði talsmaður lögreglunnar.

Kona, sem átti leið fram hjá, reyndi að koma konunni til aðstoðar. Hún náði taki á árásarmanninum en gat ekki komið í veg fyrir morðið.

Í fréttatilkynningu, sem lögreglan sendi frá sér í morgun, kemur fram að konan hafi verið barnshafandi og að barnið sé á lífi. Lögreglan vill ekki skýra frá hversu langt konan var gengin með barn sitt.

Vettvangsrannsókn hefur staðið yfir í alla nótt. Martin Eise Eriksen, sem stýrir rannsókninni, sagði í samtali við Ekstra Bladet að enginn hafi verið handtekinn vegna málsins og að enginn ákveðinn liggi undir grun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 4 dögum

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar