fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Nýtt bóluefni veitir viðvarandi vörn gegn öllum helstu afbrigðum kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. október 2022 08:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt bóluefni, sem er á tilraunastigi hjá lyfjafyrirtækinu Bavarian Nordics, veitir viðvarandi vörn gegn kórónuveirunni mánuðum saman og gegn öllum helstu afbrigðum veirunnar.

Þetta er niðurstaða greiningar sem var gerð sex mánuðum eftir annað stig tilrauna með bóluefnið.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi kauphöllum. Fram kemur að það sé sérstaklega hvetjandi hversu vel bóluefnið, sem heitir ABNCoV2, virki gegn öllum þeim afbrigðum veirunnar sem valda áhyggjum. Sex mánuðum eftir bólusetningu veiti bóluefnið enn mjög góða vörn.

Fram kemur að nýjustu gögn um bóluefnið færi enn frekari rök fyrir því að það verði notað sem örvunarbóluefni því það kalli fram sterk og viðvarandi ónæmisviðbrögð gegn öllum þeim afbrigðum veirunnar sem þarf að hafa áhyggjur af, þar á meðal ómíkron.

Á öðru stigi tilraunarinnar var fylgst með 41 einstaklingi í sex mánuði eftir bólusetningu. Magn mótefna hjá þessum hópi var á því stigi að það telst vera 90% virkni.

Þriðja stig tilrauna stendur nú yfir og er reiknað með að niðurstöðurnar liggi fyrir í árslok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol