fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Pressan

Kvenhatarar í stríði gegn konum og eru ógn við börn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. október 2022 16:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á 29 mínútna fresti, að meðaltali, birtist færsla um nauðgun á helsta samskiptamiðli kvenhatara. Fyrir sex mánuðum var reglum miðilsins breytt þannig að barnaníðingar mega nú nota hann.

Þetta kemur fram í umfjöllun Sky News um svokallaða „incel“. Incel stendur fyrir „involuntarily celibate“ sem má þýða sem „skírlífur gegn vilja sínum“. Á netinu finnast spjallrásir/samskiptamiðlar manna sem tilheyra þessum hópi. Þetta eru menn sem finnst þeir ekki geta stundað kynlíf eða fundið ástina og beina reiði sinni og gremju að konum en þeir kenna þeim um ófarir sínar.

Sky News segir að samkvæmt því sem kemur fram í nýrri rannsókn þá sé incel-hreyfingin í „stríði gegn konum“ og að börnum stafi ógn af henni. Í skýrslunni eru tæknifyrirtæki hvött til að grípa inn í til að stöðva öfgavæðingu karla og pilta á netinu.

Rannsóknin beindist að helsta samskiptamiðli incel á netinu og segja rannsakendur að þetta sé samfélag reiðra og herskárra karla sem „séu bein ógn“ við konur og „vaxandi ógn við börn“.

Á um 29 mínútna fresti er birt færsla um nauðgun á samskiptamiðlinum og reglum hans var breytt fyrir sex mánuðum til að barnaníðingar gætu verið með.

Rúmlega 20% færslna á miðlinum snerust um kvenhatur, kynþáttahatur, gyðingahatur eða hatursræðu í garð hinsegin fólks. 16% færslnanna innihéldu kvenhatur.

Meðal færslna sem fréttamenn Sky News sáu á miðlinum voru: „konur ættu að vera kynlífsþrælar“ og „ég finn hatur þegar ég sé stúlku“.

Rannsóknin náði til rúmlega einnar milljóna færslna á 18 mánaða tímabili. Á þeim tíma fjölgaði færslum, þar sem fjöldamorð voru nefnd, um 59%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fjölskylda aðalmanns og hundar fundust grafin undir húsinu — Svo hvarf hann sporlaust

Fjölskylda aðalmanns og hundar fundust grafin undir húsinu — Svo hvarf hann sporlaust
Pressan
Fyrir 6 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr