fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Tilkynnt um hvarf 7 ára stúlku í síðustu viku en hún hefur ekki sést í tvö ár – Faðir hennar handtekinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. janúar 2022 21:00

Harmony Montgomery.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var lögreglunni í New Hampshire tilkynnt að ekkert hefði spurst til Harmony Montgomery, 7 ára, síðan í október 2019. Mikil leit stendur nú yfir að Harmony sem var 5 ára þegar síðast sást til hennar. Faðir hennar var handtekinn á miðvikudaginn, grunaður um að hafa beitt hana ofbeldi fyrir rúmum tveimur árum.

NBC Boston segir að Adam Montgomery, 31 árs, hafi verið handtekinn grunaður um að hafa beitt Harmony ofbeldi árið sem hún hvarf. Saksóknari segir að Adam eigi einnig kæru yfir höfði sér fyrir að hafa stofnað lífi Harmony í hættu. Hann var handtekinn í heimabæ sínum, Manchester, en þar sást síðast til Harmony. Hann er með forræði yfir Harmony.

Hún er ófundin en lögreglan segir að leit verði haldið áfram. Málið hefur vakið mikla athygli því ekki var tilkynnt um hvarf Harmony fyrr en rúmlega tvö ár voru liðin frá því að síðast sást til ferða hennar.

Það voru félagsmálayfirvöld í New Hampshire sem gerðu lögreglunni viðvart um málið í síðustu viku. Lögreglan hefur opnað sérstakt símanúmer til að taka við ábendingum í málinu og 60.000 dollurum hefur verið heitið í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til þess að Harmony finnist.

Lögreglan leitar að Harmony.

„Einhvers staðar þarna úti er þessi litla stúlka og þarfnast hjálpar og það er verkefni okkar að finna hana heila á húfi en til þess þurfum við hjálp ykkar,“ sagði Allen Aldenberg, lögreglustjóri í Manchester á fréttamannafundi á mánudaginn.

Fram kom að Harmony hafi verið skráð í skóla í Massachusetts en móðir hennar býr þar.

Hún sást síðast 1. október 2019 þegar lögreglan fór heim til hennar til að kanna aðstæður eftir að tilkynning hafði borist um að aðstæður á heimilinu væru ekki góðar. Harmony er blind að hluta og notar gleraugu. Lögreglan telur að hún sé um 121 cm á hæð og tæp 23 kíló.

Ekki liggur fyrir af hverju það leið svo langur tími þar til tilkynnt var um hvarf hennar. Margir ættingjar hennar hafa verið yfirheyrði en Aldenberg vildi ekki segja hvaða upplýsingar hefðu komið fram í þeim yfirheyrslum vegna rannsóknarhagsmuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum