fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

Fjárþurfi prins selur skíðakofann sinn til að greiða lögmannskostnað vegna barnaníðsmáls

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. janúar 2022 22:00

Chalot Helora. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur orðið dýrt, mjög dýrt, fyrir Andrew Bretaprins að greiða lögmönnum fyrir vinnu þeirra í tengslum við málarekstur á hendur honum í New York. Hann er sakaður um að hafa misnotað Virginia Roberts Giuffre kynferðislega þegar hún var á unglingsaldri. Ef prinsinn verður dæmdur til að greiða Giuffre bætur bætist enn meira við kostnað hans.

Hann virðist vera að undirbúa sig undir þessi útgjöld því nýlega greiddi hann upp lán, sem hvíldi á Chalet Helora skíðkofanum hans í Sviss, upp á sem svarar til 1,2 milljarða íslenskra króna.

Það er kannski rangnefni að tala um skíðakofa því af ljósmyndum má ráða að hér sé nú frekar um risastórt hús að ræða.

Samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla þá greiddi prinsinn Isabelle de Rouvre upp áhvílandi lán á þessum lúxusskíðakofa. Andrew og fyrrum eiginkona hans, Sarah Ferguson, keyptu kofann fyrir 8 árum fyrir sem svarar til um 3,2 milljarða íslenskra króna. Sjö svefnherbergi eru í kofanum og sundlaug. Kaupin voru hugsuð sem fjárfesting fyrir dætur hjónanna, þær Beatrice og Eugenie sem nú eru 33 og 31 árs. Þær dvöldu einmitt í kofanum um áramótin en eiga varla afturkvæmt þangað úr því sem komið er.

De Rouvre hafði stefnt Andrew fyrir dóm í Sviss þar sem hann hafði ekki staðið skil afborgun af láninu. Þetta varð til þess að hann tók við sér og greiddi lánið upp en The Times segir að einnig hafi það ýtt á prinsinn að hann varð að greiða lánið upp til að geta selt skíðakofann. Segir blaðið að hann hafi nú þegar fundið kaupanda og að salan sé nærri því að vera frágengin. Hann er sagður vera að losa um fé til að standa straum af væntanlegum málskostnaði og hugsanlegum bótagreiðslum.

Auk þess að sjá fram á mikil útgjöld vegna málarekstursins í New York þá hefur málið reynst Andrew dýrkeypt. Elísabet II, móðir hans, hefur nánast rekið hann úr starfi prins en hún hefur svipt hann nær öllum þeim forréttindum og fríðindum sem fylgja því að vera prins. Þetta sætir tíðindum því hann hefur alltaf verið talinn vera uppáhaldssonur hennar. Hann verður ekki lengur ávarpaður sem konungborinn og hefur verið sviptur öllum titlum sínum innan breska hersins sem og embættum sem verndari hinna ýmsu samtaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Í gær

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi