fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Pressan

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“

Pressan
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku skellti hinn fertugi Zane Wedding sér í sund en fékk óvæntan laumufarþega í kaupbæti – kakkalakka sem hafði borað sig inn í vinstra eyra hans og dvaldi þar í þrjá daga.

Wedding, sem er af maórísku bergi brotinn og starfar fyrir Greenpeace, stakk sér til sunds í sundlaug í Auckland í Nýja Sjálandi en svo virðist sem að skordýrið hafi náð að synda upp í eyra hans í lauginni. Þegar Wedding var komin heim eftir sundferðina upplifði hann viðvarandi hellu  fyrir öðru eyranu. Hann hafði þó ekki mjög miklar áhyggjur af stöðu mála, setti nokkra eyrnadropa í eyrað og sofnaði síðar í sófanum þetta kvöld.

„Daginn eftir var ég enn með hellu fyrir eyranu og því fór ég beint til læknis. Þetta var svo pirrandi tilfinning að ég beið fyrir utan stofu læknisins þar til hún opnaði,“ er haft eftir Wedding í frétt CNN.

Ekki fann læknirinn neitt út úr vandræðum hvalavinarins og gaf honum þau ráð að reyna að þurrka inn úr eyranu með hárblásara.
Wedding fann á sér að eitthvað var ekki í lagi. Hann fann fyrir svima þegar hann gekk og upplifði tilfinningu eins og vatn væri að gutla við hljóðhimnuna. Hann reyndi ýmislegt til þess að leysa vandamálið, auk hárþurrkunnar freistaði hann þess að hoppa um á einum fæti, tyggja jórturleður og fara út að hlaupa – en ekkert gekk.
Tveimur sólarhringum síðar, þegar vandamálið var bara að versna, fór Wedding loks til háls-, nef- og eyrnalæknis. Sá leit inn í eyra Weddings og sagði setningu sem líklega fæstir vilja heyra. „Guð minn góður, ég held að það sé skordýr í eyranu.“
Þá þyrmdi yfir Wedding sem áttaði sig á því að öll óþægindin sem hann hafði upplifað síðustu daga voru þegar kakkalakkinn var að hreyfa sig í eyra hans. „Ég hugsaði strax til þess að ég hafði verið blása heitu lofti með hárblásara upp í eyrað og verið að steikja kakkalakkann í leiðinni. Mér varð flökurt,“ segir í frétt CNN.
Hann upplifði mikinn létti þegar læknirinn dró kakkalakkann út úr eyranu nokkrum mínútum síðar. „Um leið og ég heyrði af skordýrinu þá small allt saman. Þess vegna upplifði ég vatn á hreyfingu jafnvel þegar ég lá kyrr. Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn