fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Bjóða Spánverjum milljónir ókeypis lestaferða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. september 2022 19:00

Spænsk lest. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn var byrjað að bjóða spænskum lestarfarþegum ókeypis mánaðarkort í allar svæðislestir og lestir sem aka á millivegalengdum. Ekki verður ókeypis í lestir sem aka á löngum leiðum og það þarf áfram að borga fyrir stakar ferðir ef fólk vill ekki nýta sér mánaðarkort.

Markmið ríkisstjórnarinnar með þessu er að lækka framfærslukostnað landsmanna en verðbólgan hefur farið hækkandi að undanförnu og mælist nú um 10% á ársgrundvelli.

Einnig vill ríkisstjórnin, sem er undir forystu jafnaðarmanna, fá fólk til að nýta sér almenningssamgöngur í meiri mæli.

Langar raðir mynduðust við sjálfsala á miðvikudaginn þegar fólk náði sér í mánaðarkort. Áður hafði um hálf milljón manna pantað sér mánaðarkort fyrir fram.

Ríkisjárnbrautarlestarfélagið Renfe reiknar með að um áramótin verði Spánverjar búnir að fara 75 milljónir ókeypis ferðir með lestum félagsins.

Einnig verður boðið upp á afslátt í öðrum almenningssamgöngufarartækjum. Reiknað er með að kostnaður ríkisins við þetta verði 221 milljón evra fram til áramóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum