fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Pressan

Barnaníðingur lést á undarlegan hátt þegar hann var sakfelldur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. ágúst 2022 20:30

Edward Leclair lést nánast um leið og hann var sakfelldur. Mynd:FRISCO POLICE DEPARTMENT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var Edward Leclair, 57 ára, fundinn sekur um að hafa nauðgað barni. Þegar niðurstaða dómsins var lesinn upp í bandarískum dómsal svolgraði hann vökva, sem var í vatnsflöskunni hans, í sig. Flaskan hafði staðið á borðinu fyrir framan hann. Skömmu síðar fór honum að líða illa og var fluttur í fangaklefa þar sem hann byrjaði að kasta upp. Síðan hneig hann niður.

Hann var þá fluttur á sjúkrahús. Skömmu eftir komuna þangað var hann úrskurðaður látinn. NBC News skýrir frá þessu.

Fram kemur að vitni hafi sagt að vökvinn í flöskunni hafi verið „gruggugur“ og „þykkur“.

Verjandi Leclair og saksóknari segja að hann hafi drukkið vökvann á undarlegan hátt og hafi það vakið athygli. „Ég tók eftir að hönd hans skalf. Ég hélt þá að það væri vegna þess að hann var sakfelldur en hann hélt bara áfram að drekka og drekka,“ sagði Mike Howard, verjandi hans í samtali við NBC News.

Saksóknarinn sagðist telja að Leclair hafi verið látinn þegar sjúkrabíllinn kom í dómhúsið. „Hann var örugglega dáinn eða við það að deyja. Hann var alveg grár og það var ekki að sjá að sjúkraflutningsmennirnir væru að flýta sér,“ sagði hann.

Nú er verið að rannsaka hvað var í flöskunni og hvort eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað.

Leclair lést áður en dómari gat kveðið upp úr um hversu lengi hann skyldi sitja í fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var