fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Flestir þeirra sem smituðust af Ómíkronafbrigðinu vissu ekki að þeir voru smitaðir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 20:30

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir þeirra sem smituðust af Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar vissu ekki að þeir voru smitaðir. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Cedars-Sinai Medical Centre í Bandaríkjunum.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að það að fólk hafi ekki vitað að það var smitað hafi líklega átt hlut að máli hvað varðar hraða útbreiðslu Ómíkron. Það að fólk veit ekki að það er smitað er auðvitað stór hindrun þegar kemur að því að takast á við faraldur af þessu tagi.

Dr Susan Cheng, einn höfunda rannsóknarinnar, sagði að rúmlega annar hver, sem smitaðist af Ómíkron, hafi ekki vitað af smitinu.

Rannsóknin hefur verið birt í JAMA Network Open.

Í fyrri rannsóknum var áætlað að 25%, hið minnsta, og hugsanlega allt að 80% þeirra sem smitast af kórónuveirunni finni ekki til neinna sjúkdómseinkenna.

Vísindamenn við Cedars-Sinai hafa rannsakað áhrif COVID-19 og bólusetninga í rúmlega tvö ár. Í upphafi söfnuðu þeir blóðsýnum úr heilbrigðisstarfsfólki og síðasta haust byrjuðu þeir að safna blóðsýnum úr sjúklingum.

Í heildina voru tekin 2.479 blóðsýni í upphafi Ómíkronbylgjunnar. Af þeim reyndust 210 vera sýkt með Ómíkron. Aðeins 44% þessara 210 einstaklinga vissu að þeir voru smitaðir og aðeins 10% höfðu fundið fyrir einhverjum sjúkdómseinkennum og töldu það vera kvef eða aðrar sýkingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf